Lýsa

LÝSA – rokkhátíð samtalsins

Lýsa- rokkhátíð samtalsins er tveggja daga lýðræðishátíð að Norrænni fyrirmynd. Á hátíðinni kemur fólk saman og á í samtali um samfélagið, þar eiga sér stað, fyrirlestrar, málþing, gjörningar, uppistand, tónlist og aðrar uppákomur. Félagasamtök, fyrirtæki, stjórnmálaflokkar og stofnanir standa fyrir viðburðum og bjóða til opins samtals. Enginn aðgangseyrir er á hátíðina og er hún öllum opin.

Hvers vegna
Hátíðinni er ætlað að efla rödd almennings og vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins. Hátíðin býður upp á kjörið tækifæri til að standa fyrir málstofum, pallborðsumræðum, kynningum á ákveðnum málefnum, sýna sig og sjá aðra á þeim forsendum að það skiptir máli að raddir allra heyrast. LÝSA er samtalsvettvangur þar sem kastljósi er varpað á málefni líðandi stundar.

Utanumhald og skipulag
Aðstandendur LÝSU er Almannaheill, framkvæmdaraðili er Menningarfélag Akureyrar. Hátíðin er sjálfstæð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar. Velferðarráðuneytið styrkir hátíðina.

Markmið
Efla samtalið um samfélagið og hvetja til upplýstrar umræðu.