Lýsa

LÝSA er tveggja daga upplýsandi hátíð um samfélagsmál, haldin 7. og 8. september 2018 í Hofi á Akureyri. Þar munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með líflegar umræður, tónlistaratriði og uppákomur.

Hvers vegna
Hátíðinni er ætlað að efla rödd almennings og vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins. LÝSA er vettvangur fyrir þátttöku, fræðslu og umræðu, suðupottur hugmynda þar sem alvöru fólk hlustar og ræðir saman í eigin persónu. Hátíðin er kjörið tækifæri til að standa fyrir málstofum, pallborðsumræðum, kynningum á ákveðnum málefnum, sýna sig og sjá aðra á þeim forsendum að það skiptir máli að raddir allra heyrast. LÝSA er samtalsvettvangur þar sem markmiðið er að auka lýðræðisþátttöku og skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins án þess að vera föst í venjubundnum umræðufarvegi.

Utanumhald og skipulag
Aðstandendur LÝSU er Almannaheill, framkvæmdaraðili 2018 er Menningarfélag Akureyrar. Hátíðin er sjálfstæð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar. Velferðarráðuneytið styrkir hátíðina.

Markmið
Efla samtalið um samfélagið og hvetja til upplýstrar umræðu.