ATH: Mögulegar uppfærslur og breytingar birtast hér jafnóðum og þær berast.
6. september
Föstudagur
09:00 – 11:50
Hamraborg, svið
Stórþing ungmenna
Samfélagssvið Akureyrarbæjar
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Jafnrétti, Menntamál, Smiðjur, Stjórnmál
Föstudagur 09:00 – 11:50
Hamraborg, svið
Stórþing ungmenna
Samfélagssvið Akureyrarbæjar
Vinnan við innleiðingu barnasáttmála UNICEF hér á Akureyri er langt komin og var aðgerðaráætlun Barnvæns Sveitarfélags samþykkt í bæjarstjórn í febrúar 2019.
Sú áætlun byggir að stórum hluta á niðurstöðum Stórþings Ungmenna sem haldið var í desember 2017 og niðurstöðum rýnihópa barna sem fram fóru í janúar og febrúar 2018. Nú er framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar komin af stað innan sveitarfélagsins.
Viðfangsefni þingsins verður tvíþætt: í fyrsta lagi verður fræðsla um verkefnið Barnvænt Sveitarfélag og Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, að því loknu verður farið í vinnuhópa þar sem rædd verður staða ungmenna í okkar sveitafélagi og dregin upp mynd af því sem vel er gert en einnig því sem betur má fara. Áætlað er að lokaniðurstöður verði kynntar með formlegum hætti á degi barnsins, þann 20. nóvember 2019.
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Jafnrétti, Menntamál, Smiðjur, Stjórnmál
Föstudagur
10:00 – 17:00
Hamragil
Skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“
Kvenréttindafélag Íslands
Viðfangsefni: Jafnrétti, Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 10:00 – 17:00
Hamragil
Skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“
Kvenréttindafélag Íslands
Alþjóðlega skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“, um kvenréttindi og málfrelsi, verður til sýnis á lýðræðishátíðinni Lýsu í ár, 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri! Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa málfrelsi, í samstarfi við France-Cartoons – samtök franskra skopmyndateiknara og alþjóðlegu teiknimyndahátíðina L’Estaque.
Höfundar skopmyndanna eru teiknarar sem starfa út um allan heim, sumir hverjir í löndum þar sem list þeirra leggur frelsi þeirra að veði. Í Gerðubergi má finna myndir frá listamönnum frá Bandaríkjunum, Bangladess, Barein, Belgíu, Bretlandi, Búrkína Fasó, Egyptalandi, Frakklandi, Gabon, Hollandi, Indlandi, Íran, Ísrael, Kanada, Kína, Kólumbíu, Kúbu, Mexíkó, Níkaragva, Sviss, Sýrlandi, Tyrklandi og Úsbekistan.
Á sýningunni velta skopmyndahöfundar fyrir sér stöðu kvenna, kvenréttindum og #MeToo, hver með sínum hætti. Myndirnar á sýningunni eru allt í senn bráðfyndnar, fallegar, skelfilegar, óborganlegar og hræðilegar. Myndirnar eru vitnisburður um að penninn er máttugri en sverðið.
Að sýningunni standa Kvenréttindafélag Íslands og franska sendiráðið.
Viðfangsefni: Jafnrétti, Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Menntamál, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Föstudagur 10:00 – 11:00
Naust
Fjórða iðnbyltingin – ert þú tilbúin/n?
Bandalag háskólamanna (BHM)
Því hefur verið spáð að á komandi árum muni stór hluti starfa á íslenskum vinnumarkaði annaðhvort taka miklum breytingum eða hverfa alveg vegna tækniframfara sem kenndar hafa verið við fjórðu iðnbyltinguna. Hér er einkum vísað til notkunar gervigreindar og aukinnar sjálfvirkni á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Gangi þessi spá eftir er ljóst að framundan eru miklar breytingar í íslensku samfélagi. Miklu varðar að stjórnvöld, vinnuveitendur og stéttarfélög leggi sitt af mörkum til að hjálpa fólki að aðlagast nýjum aðstæðum og kröfum á vinnumarkaði.
En hvernig á fólk að búa sig undir þær breytingar sem eru að verða vegna fjórðu iðnbyltingarinnar? Hvaða þekking og færni verða eftirsótt á vinnumarkaði árið 2030? Og hvaða breytingar þarf að gera á menntakerfinu, þjálfun og starfsþróun á vinnustöðum?
Þessar spurningar og ýmsar fleiri verða ræddar á opnum umræðufundi BHM sem fram fer föstudaginn 6. september í menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni ,,Fjórða iðnbyltingin – ert þú tilbúin/n?“. Þar munu sérfræðingar sitja fyrir svörum og ræða almennt um þróunina og viðbrögð við henni. Meðal þátttakenda verða Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi og formaður nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna; Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir, formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs og forstöðumaður hjá Veitum; og Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, mun stýra umræðunni.
Allt áhugafólk um fjórðu iðnbyltinguna, menntamál og starfsþróun, er hvatt til að mæta og taka þátt í umræðunni.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Menntamál, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Að leita sér hjálpar og eflast eftir kynbundið ofbeldi
Háskólinn á Akureyri
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 10:00 – 10:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Að leita sér hjálpar og eflast eftir kynbundið ofbeldi
Háskólinn á Akureyri
Karen Birna Þorvaldsdóttir og Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, doktorsnemar við HA munu kynna rannsókn um kynbundið ofbeldi sem er að hefjast í haust við Háskólann á Akureyri, í samvinnu við Jafnréttisstofu. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni í ellefu löndum þar sem markmiðið er að skilja menningu, að leita sér hjálpar og eflingu eftir kynbundið ofbeldi (Understanding culture, help-seeking and healing after gender-based violence).
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur
11:00 – 11:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Persónumiðað heilsufarsmat - skiptir það máli í þjónustu við aldraða?
Háskólinn á Akureyri
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 11:00 – 11:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Persónumiðað heilsufarsmat - skiptir það máli í þjónustu við aldraða?
Háskólinn á Akureyri
Dr. Kristín Þórarinsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjallar um persónumiðaða heilsufarsmatið, Hermes, sem stuðlar að því að fólk taki virkan þátt í að meta heilsufar sitt og aðstæður út frá heildrænu sjónarhorn í gegnum samræðu við hjúkrunarfræðing. Með þessum hætti er hægt að leggja grunn að því að meðferðarúrræði séu í samræmi við óskir og væntingar fólks. Nýleg rannsókn verður kynnt sem sýndi að Hermes reyndist vel í heilsugæslu fyrir aldraða hvað þetta varðar. Rætt verður í lokin gildi persónumiðaðs heilsufarsmats í öldrunarþjónustu.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur
11:15 – 12:00
Lundur
Má maður aldrei neitt?
Krabbameinsfélag Íslands
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 11:15 – 12:00
Lundur
Má maður aldrei neitt?
Krabbameinsfélag Íslands
Við vitum flest að sígarettur, áfengi og sólböð eru ekki holl blanda… En við vitum kannski minna um aðra þætti sem hafa áhrif á heilsu. Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fjallar um lífsstíl til að minnka líkurnar á krabbameini. Fyrirlestur fyrir alla, á mannamáli.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
1862 Nordic Bistro, veitingastaður og kaffihús í Hofi, er hátíðarbar LÝSU. 1862 Nordic Bistro býður upp girnilegt hádegishlaðborð báða daga LÝSU á aðeins 2.590 kr.
Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri marserar inn hátíðina. Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar býður fólk velkomið, Jón Gnarr flytur ávarp og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar setur hátíðina.
Andrea Gylfadóttir og Kristján Edelstein flytja nokkur lög.
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá
Föstudagur
12:30 – 13:30
Sófaspjall
Náttúruvernd nútímans - Hverju vilt ÞÚ fórna
SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Umhverfi
Föstudagur 12:30 – 13:30
Sófaspjall
Náttúruvernd nútímans - Hverju vilt ÞÚ fórna
SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi
Vilt þú fórna lífsgæðum eða viltu fórna fossinum, eru til aðrir vinklar á þessu máli.
Hittu okkur í SUNN í sófaspjalli á LÝSU – Rokkhátíð samtalsins og spjöllum saman um náttúruvernd og hvernig við viljum sjá hana næstu 50 árin.
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 12:30 – 13:30
Naust
Fyrstu þúsund dagar barnsins
Norræna ráðherranefndin / Norræna félagið
Fyrstu þúsund dagar barnsins ná frá meðgöngu fram að tveggja ára aldri. Á þessu mikilvæga tímabili mótast barnið sem einstaklingur og það hefur áhrif á geðheilsu þess síðar á lífsleiðinni svo sem á unglingsárum. Markmið verkefnisins er að finna bestu leiðir til að efla geðheilsu og vellíðan á fyrstu árum lífsins þannig að öll börn á Norðurlöndunum hljóti besta mögulega upphaf í lífinu. Gerð verður greining á núverandi stöðu og söfnun góðra aðferða hvað varðar geðheilsu mæðra á meðgöngu, eflingu tilfinningatengsla milli barna og foreldra, snemmtæka íhlutun við áhættuþáttum í lífi ung- og smábarna, og vellíðan yngstu barnanna í leikskólum.
María Helen verkefnastjóri Landlæknisembættisins kynnir vinnuna við verkefnið
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og nefndarmaður Íslands í velferðarnefnd Norðurlandaráðs
Fundarstjóri er Sveinn Arnarsson blaðamaður og félagsfræðingur
//
Barnets første tusind dage dækker perioden fra graviditeten indtil barnet fylder to år. En vigtig periode, hvor barnets personlighed udvikles, og påvirker personens psykiske sundhed senere i livet såvel som i teenageårene. Målet med projektet er at finde de bedste måder til at styrke den psykiske sundhed og trivsel i livets første år, således at alle børn i Norden får den bedst mulige start på livet. De nuværende forhold skal analyseres og gode metoder indsamles i forhold til mødrenes psykiske helbred under graviditeten, styrkelse af de emotionelle bånd mellem børn og forældre, tidlig indgriben overfor risikofaktorer i spædbørns og unge børns liv og de mindste børns trivsel i vuggestuen.
Maria Helen, prosjektleder for helsedirektør presenterer prosjektet og arbeidet
Kolbeinn Óttarsson Proppé parlamentariker og medlem av Islandsdelegasjon i Nordisk råds velferdsutvalg
Pétur Maack Þorsteinsson sjefpsykolog ved HSN
Moderator er Sveinn Arnsson journalist og sosiolog
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur
12:30 – 13:00
Lundur
Lítið stoða orðin góð, ef ekki er meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Stjórnmál, Umhverfi
Föstudagur 12:30 – 13:00
Lundur
Lítið stoða orðin góð, ef ekki er meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
Olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist verulega saman á síðustu áratugum og undanfarin ár hefur notkunin verið um helmingi minni en hún var á tíunda áratug 20. aldar. Það eru margir samverkandi þættir sem skýra þróunina, svo sem bætt fiskveiðistjórnun, fjárfesting í tækjum og búnaði, fækkun og endurnýjun skipa sem eru öflugri og hagkvæmari og breytt orkunotkun. Og það er hægt að gera meira, mun meira.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Stjórnmál, Umhverfi
Föstudagur
13:00 – 14:00
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Mun hatrið sigra? - Málstofa um hatursorðræðu
SAFT
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 13:00 – 14:00
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Mun hatrið sigra? - Málstofa um hatursorðræðu
SAFT
Hatursorðræða er eitt af vandamálunum sem við stöndum frammi fyrir sem þjóðfélag. Í málstofunni leitumst við eftir að svara spurningum eins og: Hvað er hatursorðræða? Er hatursorðræða vandamál? Hvernig vinnum við gegn hatursorðræðu?
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Er það hlutskipti iðnaðarins að vera umhverfissóðar?
Iðnfélögin
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla, Umhverfi
Föstudagur 13:00 – 14:00
Hamraborg, svið
Er það hlutskipti iðnaðarins að vera umhverfissóðar?
Iðnfélögin
Betra umhverfi, ný tækifæri samfara aðgerðum í loftslagsmálum
Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs
„Sjálfbærni pappírs“
Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir grafískur hönnuður fjallar um „Sjálfbærni pappírs“
Samtal í sal að loknum erindum
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla, Umhverfi
Föstudagur
13:45 – 14:15
Sófaspjall
Er vinnumarkaðurinn fyrir alla?
Öryrkjabandalag Íslands
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti
Föstudagur 13:45 – 14:15
Sófaspjall
Er vinnumarkaðurinn fyrir alla?
Öryrkjabandalag Íslands
Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Drífa Snædal ræða hvort vinnumarkaðurinn sé fyrir alla. Umræða um aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaðnum hefur verið áberandi undanfarin misseri, og m.a. hélt ÖBÍ ráðstefnu sem bar yfirskriftina allskonar störf fyrir allskonar fólk.
Skortur á hlutastörfum stendur m.a. í vegi fyrir því að fatlað fólk finni sér vettvang á vinnumarkaðnum.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Menning og listir, Menntamál
Föstudagur 14:00 – 14:30
Lundur
Kynning á Signs Goes North verkefninu
Landsbyggðin lifi
Við ætlum að kynna verkefnið Signs Goes North sem er kynning á Íslandi, bæði tungumáli og menningu og er ætlað fyrir innflytjendur. Kynnt verður bók og viðtöl við innflytjendur.
Velferðarsvið Reykjavíkur og Rauði Krossinn eru samstarfsaðilar verkefnisins innanlands.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Menning og listir, Menntamál
Föstudagur
14:15 – 15:15
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Women's situation in politics (Kvinnors situation i toppolitiken. Magten. Livet)
Sænska sendiráðið
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti, Stjórnmál
Föstudagur 14:15 – 15:15
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Women's situation in politics (Kvinnors situation i toppolitiken. Magten. Livet)
Sænska sendiráðið
Fjallað verður um stöðu kvenna í stjórnmálum.
Þátttakendur eru Åsa Lindestam varaþingkona Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð, Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og Steinunn Þóra Árnadóttir þingkona Vinstri grænna.
Umræðum stjórnar sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Håkan Juholt.
Umræðurnar fara fram á ensku.
//
Deltakerne er Åsa Lindestam varamedlem i Socialist Party of Sweden og Þorsteinn Víglundsson, parlamentariker og Steinunn Þóra Árnadóttir parlamentariker og medlem av Islandsdelegasjon i Nordisk råds presidiet.
Diskusjon ledes av den svenske ambassadøren i Island, Håkan Juholt.
Diskusjonene foregår på engelsk.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti, Stjórnmál
Föstudagur
14:30 – 15:00
Sófaspjall
Hvernig getur þú nýtt tækifæri til alþjóðasamstarfs og styrkja í þágu samfélagsins?
Rannís
Viðfangsefni: Menning og listir, Menntamál, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 14:30 – 15:00
Sófaspjall
Hvernig getur þú nýtt tækifæri til alþjóðasamstarfs og styrkja í þágu samfélagsins?
Rannís
Rannís styður við þróun þekkingarsamfélagsins með því að hafa umsjón með fjölmörgum sjóðum og áætlunum á sviði menntunar, menningar, rannsókna og nýsköpunar. Rúna V. Guðmarsdóttir býður gestum í sófaspjall og ræðir um tækifærin sem eru í boði og þau áhrif sem þau hafa á skóla, stofnanir og einstaklinga hér á landi.
Viðfangsefni: Menning og listir, Menntamál, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur
15:00 – 16:00
Lundur
Frjáls félagasamtök og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - hvernig skipta markmiðin frjáls félagasamtök máli?
Almannaheill
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Föstudagur 15:00 – 16:00
Lundur
Frjáls félagasamtök og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - hvernig skipta markmiðin frjáls félagasamtök máli?
Almannaheill
Hvernig eru frjáls félagasamtök að vinna með og innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna? Á málstofunni kynna þrjú félagasamtök í stuttu máli hvernig þau fara að. Einnig fer fram stutt kynning á upplýsingagátt stjórnvalda um markmiðin. Að loknum kynningum verður boðið upp á umræður og spjall við þátttakendur. Fundarstjórn er í höndum Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur, varaformanns Almannaheilla.
Almannaheill, samtök þriðja geirans standa að málstofunni.
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Viðfangsefni: Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Föstudagur 15:15 – 15:45
Naust
Hatursorðræða í garð jaðarsettra hópa
Öryrkjabandalag Íslands
Birgir Guðmundsson frá Háskólann á Akureyri, flytur fyrirlestur um hatursorðræðu gagnvart jaðarhópum samfélagsins, áhrif, og leiðir gegn henni. Eftir fyrirlestur hans verður pallborð þar sem fyrirlesturinn verður ræddur og spurningum svarað.
Viðfangsefni: Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Guðrún Sóley fær til sín góða gesti í sófann þar sem umræðuefnið snýr að hlutverki lista og listamanna í samfélaginu. Til að tjá sína sýn á samfélagið mæta engir aðrir en Jón Gnarr, Matthías Tryggvi Haraldsson, listamaður og Hatari, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari og meðlimur í FM Belfast og Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands.
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá
Föstudagur
16:00 – 18:00
Hamragil
Happy Hour
1862 Nordic Bistro
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá, Veitingar
Föstudagur 16:00 – 18:00
Hamragil
Happy Hour
1862 Nordic Bistro
Hátíðarbar LÝSU, 1862 Nordic Bistro, verður með góð tilboð á drykkjum.
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá, Veitingar
Föstudagur
16:00 – 17:00
Naust
Er launaþjófnaður goðsögn eða veruleiki?
Alþýðusamband Íslands
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Föstudagur 16:00 – 17:00
Naust
Er launaþjófnaður goðsögn eða veruleiki?
Alþýðusamband Íslands
Íslenskur vinnumarkaður hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Efnahagslegur uppgangur hefur leitt til verulegrar fjölgunar starfa og þá sérstaklega í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu og mannvirkjagerð. Innlent starfsfólk hefur ekki nægt til að bregðast við aukinni þörf á vinnandi höndum og við því hefur verið brugðist með aðkomu fólks erlendis frá sem hefur að stórum hluta staðið undir hagvexti síðustu ára. Efnahagslegur uppgangur og þróun á vinnumarkaði á sér hins vegar dekkri birtingarmyndir. Sá hópur fer því stækkandi sem er berskjaldaður gagnvart brotum atvinnurekenda á réttindum og stéttarfélög þurfa í auknum mæli að glíma við brotastarfsemi á vinnumarkaði af ólíkum toga, kerfisbundin launaþjófnað, undirboð á vinnumarkaði, kennitöluflakk, svarta atvinnustarfsemi og í versta falli vinnumansal. Slík brotastarfsemi grefur undan heilbrigðum vinnumarkaði og grunnstoðum samfélagsins. Hún felur í sér kúgun sem leiðir til fátæktar og aukinnar misskiptingar.
Fjallað verður um fróðlega rannsókn sem ASÍ vann til að kanna umfang og eðli launaþjófnaðar og brotastarfsemi á vinnumarkaði:
Kynntar verða niðurstöður úr nýlegri rannsókn Hagdeildar á launaþjófnaði og brotastarfsemi á íslenskum vinnumarkaði.
Framsaga: Róbert Farestveit hagdeild ASÍ
Kynnt verða niðurstöður rannsóknar félagsmáladeildar ASÍ á brotum sem erlent vinnuafl verður fyrir á íslenskum vinnumarkaði, reynslusögur.
Framsaga: Nanna Hermannsdóttir hagfræðinemi
Aðgerða er þörf
Framsaga: Drífa Snædal forseti ASÍ
Umræður og viðbrögð
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Föstudagur
16:15 – 16:45
Setberg
Möguleikar í samstarfi frjálsra félagasamtaka
Norræna félagið og Landsbyggðin lifi
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Umhverfi
Föstudagur 16:15 – 16:45
Setberg
Möguleikar í samstarfi frjálsra félagasamtaka
Norræna félagið og Landsbyggðin lifi
Á Íslandi er fjöldinn allur af félögum sem hafa ákveðin hlutverk sem oftar en ekki eru skilgreind í stofnskrám félaga. Norræna félagið og Landsbyggðin lifi bjóða til umræðu um tækifæri sem eru í auknu samstarfi þvert á félög og hverju samstarf frjálsra félagasamtaka í einstaka verkefnum getur skilað. Til grundvallar verður skýrsla Árna Páls Árnasonar: Þekking sem nýtist sem var gefin út af Norrænu ráðherranefndinni í nóvember 2017.
Allir velkomnir að taka þátt í umræðum
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Umhverfi
Föstudagur
17:00 – 17:20
Hamragil
Mugison tekur lagið
LÝSA
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá
Föstudagur 17:00 – 17:20
Hamragil
Mugison tekur lagið
LÝSA
Tónlistarmaðurinn Mugison kemur með gítarinn og syngur nokkur lög.
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá
Föstudagur
17:00 – 18:00
Hamraborg, svið
Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi
Aflið - samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 17:00 – 18:00
Hamraborg, svið
Ofbeldi gegn erlendum konum á Íslandi
Aflið - samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi
Málþing um stöðu erlendra kvenna í nánum samböndum og á vinnumarkaði.
Farið verður yfir hvernig staða erlendra kvenna hér á landi er. Kynnt verður rannsókn þar sem reynsla innflytjendakvenna af heimilis og starfstengdu ofbeldi er kortlögð. Hildur Guðmundsdóttir mannfræðingur og vaktstýra í Kvennaathvarfinu verður með erindið Erlendar konur í Kvennaathvarfinu og að lokum mun Drífa Snædal forseti ASÍ fara yfir stöðu erlends launafólks hér á landi.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur
18:00 – 20:00
Utan Hofs
Happy Hour á R5
1862 Nordic Bistro
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá, Veitingar
Föstudagur 18:00 – 20:00
Utan Hofs
Happy Hour á R5
1862 Nordic Bistro
Hinn hátíðarbar LÝSU, R5 á Ráðhústorginu, verður með góð tilboð á drykkjum.
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur 18:15 – 20:00
Hamraborg, svið
Kvikmyndasýning - Team Hurricane / Stormsystur
Norræna ráðherranefndin / Norræna félagið
Stormsystur er um átta unglingsstelpur sem neita að gera það sem heimurinn ætlast til af þeim. Þær sigla inn í fullorðinsárin í litríkum fötum, Pikachu og með miðfingurinn á lofti. Á einu dönsku sumri átta þær sig á því að þær þurfa hver á annarri að halda til að komast í gegnum stormsveip unglingsáranna.
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Föstudagur
18:30 – 23:00
Utan Hofs
Ó hve létt er þitt skóhljóð - Gítar, grill og pubquiz á Götubarnum
ASÍ-UNG
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá, Veitingar
Föstudagur 18:30 – 23:00
Utan Hofs
Ó hve létt er þitt skóhljóð - Gítar, grill og pubquiz á Götubarnum
ASÍ-UNG
Á föstudagskvöldið ætlum við að bjóða gestum Lýsa – áður Fundur fólksins, og öðrum áhugasömum upp á söng, mat og stórkostlega skemmtun á Götubarnum.
Fjörið byrjar kl. 18.30 þegar við ætlum að gömlum og góðum íslenskum sið að bjóða gestum og gangandi upp á glóðarsteiktar pylsur að hætti Norðlendinga. Meðan gestir gæða sér á dásemdunum verða spilaðir skemmtilegir söngvar sem munu vekja baráttuhug og gleði viðstaddra.
Klukkan 20.00 mun svo ASÍ UNG taka við með pubquiz. Áhugasamir verða þá spurðir spjörunum úr um allt sem viðkemur verkalýðnum og baráttunni undanfarin 100 ár eða svo.
Að því loknu, kl. 21.00 verður gítarinn svo tekinn aftur fram þegar Vandræðaskáld stíga á stokk og kyrja alla gömlu góðu verkalýðs- og baráttusöngvana fram á nótt!
Viðfangsefni: Jafnrétti, Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 10:00 – 17:00
Hamragil
Skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“
Kvenréttindafélag Íslands
Alþjóðlega skopmyndasýningin „Oddhvassir blýantar“, um kvenréttindi og málfrelsi, verður til sýnis á Lýsu – Rokkhátíð samtalsins í ár, 6. og 7. september 2019 í Hofi Akureyri! Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa málfrelsi, í samstarfi við France-Cartoons – samtök franskra skopmyndateiknara og alþjóðlegu teiknimyndahátíðina L’Estaque.
Höfundar skopmyndanna eru teiknarar sem starfa út um allan heim, sumir hverjir í löndum þar sem list þeirra leggur frelsi þeirra að veði. Í Gerðubergi má finna myndir frá listamönnum frá Bandaríkjunum, Bangladess, Barein, Belgíu, Bretlandi, Búrkína Fasó, Egyptalandi, Frakklandi, Gabon, Hollandi, Indlandi, Íran, Ísrael, Kanada, Kína, Kólumbíu, Kúbu, Mexíkó, Níkaragva, Sviss, Sýrlandi, Tyrklandi og Úsbekistan.
Á sýningunni velta skopmyndahöfundar fyrir sér stöðu kvenna, kvenréttindum og #MeToo, hver með sínum hætti. Myndirnar á sýningunni eru allt í senn bráðfyndnar, fallegar, skelfilegar, óborganlegar og hræðilegar. Myndirnar eru vitnisburður um að penninn er máttugri en sverðið.
Að sýningunni standa Kvenréttindafélag Íslands og franska sendiráðið.
Viðfangsefni: Jafnrétti, Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Menntamál, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur 10:00 – 11:15
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Samtal um framtíðina
Framtíðarnefnd forsætisráðherra
Smári McCarthy alþingismaður og formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra mun ásamt Andrési Inga Jónssyni alþingismanni fjalla um störf og áherslur framtíðarnefndar. Í kjölfarið munu þeir eiga opið samtal við þátttakendur um viðfangsefni framtíðarinnar og þau tækifæri og ógnanir sem framtíðin kann að hafa í för með sér hér á landi fyrir umhverfið, þróun byggðar, tækniframfarir og vinnumarkaðinn.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Menntamál, Stjórnmál, Umhverfi
Landssamband eldri borgara, Farsæl öldrun - Þekkingarmiðstöð, Öldrunarheimili Akureyrar, Öldrunarfræðafélag Íslands
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Laugardagur 10:00 – 11:30
Hamraborg, svið
Málstofa um öldrunarmál og aldursvænt samfélag
Landssamband eldri borgara, Farsæl öldrun - Þekkingarmiðstöð, Öldrunarheimili Akureyrar, Öldrunarfræðafélag Íslands
Landssamband eldri borgara, Öldrunarheimili Akureyrar, Öldrunarfræðafélag Íslands og Farsæl öldrun – Þekkingarmiðstöð standa fyrir málstofu um öldrunarmál og aldursvænt samfélag.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla, Skemmtidagskrá, Smiðjur
Laugardagur 10:00 – 11:30
Lundur
Fljúgðu inn í haustið með Sölva Tryggva
LÝSA
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina: Á Eigin Skinni, sem er afrakstur vegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að taka sjálfan sig í gegn og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að því að bæta heilsu og frammistöðu á öllum vígstöðvum.
Á fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að því hvernig á að bæta heilsu, auka orku yfir daginn, bæta líðan og fara út fyrir þægindarammann.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla, Skemmtidagskrá, Smiðjur
Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019
Norræna ráðherranefndin / Norræna félagið
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur 11:00 – 11:30
Hamragil
Tilkynnt um tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2019
Norræna ráðherranefndin / Norræna félagið
Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna tilkynnir opinberlega um tilnefningar til hinna virtu Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019. Þema verðlaunanna í ár er verkefni sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu með því að gera meira og betur fyrir minna. Þemað endurspeglar og styður við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 12, sjálfbæra neyslu og framleiðslu.
//
Sigurður Ingi Jóhannsson Islands samarbeidsminister offentliggjør de nominerte til Nordisk råds miljøpris 2019. Tema for prisen i år er initiativer som fremmer bærekraftig forbruk og produksjon ved å gjøre mer og bedre med mindre. Temaet reflekterer og støtter FNs bærekraftmål nummer 12, bærekraftig forbruk og produksjon.
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur
11:00 – 12:00
Naust
Það þarf hugrekki til
Barnaheill - Save the Children á Íslandi
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 11:00 – 12:00
Naust
Það þarf hugrekki til
Barnaheill - Save the Children á Íslandi
Stærstu verkefni Barnaheilla sem snúa að forvörnum eru annars vegar Vinátta – forvarnaverkefni gegn einelti fyrir börn frá 0-10 ára og Verndarar barna – Blátt áfram – forvarnaverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Þessi tvö verkefni viljum við kynna sérstaklega á Lýsu.
Hugmyndin er að virkja alla sem taka þátt og vinna með samskipti og viðhorf einstaklinga. Þegar unnið er með börnum og þau frædd um góð samskipti, setja sér mörk og standa með hverju öðru, er mikilvægt að þeir fullorðnu geri slíkt hið sama og geti um leið sett sig í þau spor sem börnin geta verið í í daglegu lífi. Þeir fullorðnu þurfa að vera börnum góð fyrirmynd og í báðum verkefnunum er hugrekki mikilvægt hugtak. Á Lýsu er hugmyndin að vinna sérstaklega með hugtakið hugrekki og höfða til hinna fullorðnu hvernig þeir sjálfir geti sýnt hugrekki, m.a. við eftirfarandi aðstæður:
Þegar hinn fullorðni grunar að barn búi við óviðunandi aðstæður, t.d. vanræksla, kynferðislegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, annað
Þegar hinn fullorðni upplifir það á sínum vinnustað að einhver sé lagður í einelti
Þegar hinn fullorðni er hluti af hóp þar sem samskiptin eru neikvæð
Þegar hinn fullorðni er sjálfur beittur órétti
Þá verða stuttar glærukynningar þar sem farið er yfir hugmyndafræðina á bak við verkefnin en með það að leiðarljósi að virkja hina fullorðnu og fá þá til að spegla samskipti í barnahópi yfir í hvernig samskiptum er háttað í þeim hópum sem þeir sjálfir tilheyra.
Allir sem starfa með börnum, eiga börn eða barnabörn eru sérstaklega velkomin. Leikskólakennarar, grunnskólakennarar, þjálfarar – verið sérstaklega velkomin.
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Rannsóknir og fræðsla
1862 Nordic Bistro, veitingastaður og kaffihús í Hofi, er hátíðarbar LÝSU. 1862 Nordic Bistro býður upp girnilegt hádegishlaðborð báða daga LÝSU á aðeins 2.590 kr.
Sveigjanlegri vinnumarkaður og hlutverk stéttarfélaganna
Öryrkjabandalag Íslands
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti
Laugardagur 11:30 – 12:00
Sófaspjall
Sveigjanlegri vinnumarkaður og hlutverk stéttarfélaganna
Öryrkjabandalag Íslands
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Drífa Snædal, Halldór Sævar Guðbergsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson munu ræða hvort einhver flötur sé á því að verkalýðsfélögin beiti sér fyrir því að halda betur utan um fólk sem fellur út af vinnumarkaðinum, hvaða orsakir sem eru þar valdandi. Eiga verkalýðsfélögin að beita sér meira fyrir örorkulífeyrisþega?
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 11:30 – 12:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Langvinnir verkir og bakið - staðreyndir og mýtur
Félag sjúkraþjálfara
Hlín Bjarnadóttir og Fríða Brá Pálsdóttir, sjúkraþjálfarar á verkjasviði Reykjalundar fjalla um málefnið.
Fjallað verður um orsakir, eðli og áhrif langvinnra verkja með áherslu á bakverki og viðeigandi bjargráð til að viðhalda lífsgæðum.
Einnig kynntur nýr bæklingur ætlaður almenningi sem Félag sjúkraþjálfara þýddi og gaf út nýverið.
Bæklingurinn ber heitið „10 atriði sem þú þarft að vita um bakið þitt“.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur
11:45 – 12:45
Hamraborg, svið
Hamfarahlýnun og aðgerðir vegna losunar frá samgöngum í þéttbýli
Landvernd
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur 11:45 – 12:45
Hamraborg, svið
Hamfarahlýnun og aðgerðir vegna losunar frá samgöngum í þéttbýli
Landvernd
Hvaða markmið hafa Reykjavíkurborg og Akureyri sett sér til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna? Til hvaða aðgerða hefur verið gripið? Hvaða frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar? Hvaða árangur hefur náðst og hvert stefnir? Hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar að hálfu ríkisins til að ná árangri? Hvaða tæknilegar lausnir standa til boða? Hvernig má breyta ferðamáta?
Í pallborðsumræðum taka þátt:
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur
12:15 – 13:15
Naust
Þátttaka barna í stefnumótun
Umboðsmaður barna
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Menntamál, Stjórnmál
Laugardagur 12:15 – 13:15
Naust
Þátttaka barna í stefnumótun
Umboðsmaður barna
Hvernig aukum við þátttöku barna í stefnumótun og ákvarðanatöku í samfélaginu? Hvernig haga ríki og sveitarfélög samráði við börn? Á málstofunni verða þessar spurningar ræddar. Fjallað verður m.a. um samþykkt ríkisstjórnarinnar um aukna þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun stjórnvalda og starf ungmennaráða í sveitarfélögum.
Málstofan hefst á stuttri framsögu umboðsmanns barna, Salvarar Nordal um stöðu mála hér á landi og framsæknar aðgerðaáætlanir sem önnur lönd hafa sett sér, einkum Írland. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem þátt taka: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og talsmaður barna á Alþingi, Brynjólfur Skúlason og Hildur Lilja Jónsdóttir, fulltrúar ungmennaráðs Akureyrar, og umboðsmaður barna Salvör Nordal.
Umræðum stýrir Lilja Margrét Óskarsdóttir, fulltrúi í ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og Ari Orrason, fulltrúi í ungmennaráði Akureyrarbæjar.
Viðburðurinn er skipulagður af umboðsmanni barna í samvinnu við frístunda- og forvarnadeild Akureyrarbæjar.
Viðfangsefni: Börn og ungmenni, Menntamál, Stjórnmál
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti, Menntamál, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur 12:45 – 13:30
Hamragil
Ný framtíðarsýn í Norrænu samstarfi
Norræna ráðherranefndin / Norræna félagið
Við á Norðurlöndum setjum okkur þá framtíðarsýn að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir árið 2030. Allt starf Norrænu ráðherranefndarinnar á að þjóna því markmiði. Græn Norðurlönd – Saman ætlum við að greiða fyrir grænum umskiptum í samfélögum okkar og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi. Samkeppnishæf Norðurlönd – Saman ætlum við að efla grænan hagvöxt á Norðurlöndum sem byggist á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu. Félagslega sjálfbær Norðurlönd – Saman ætlum við að efla samfellt svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og enn öflugri menningarsamskiptum og velferð.
Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur leiðir samtal við Sigurð Inga Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna um nýja og metnaðarfulla framtíðarsýn í Norrænu samstarfi.
//
Vi i Norden har som visjon at vi vil bli verdens mest bærekraftige og integrerte region fram mot år 2030. Samarbeidet i Nordisk ministerråd skal tjene dette formålet. Et grønt Norden – Sammen vil vi fremme en grønn omstilling av samfunnene våre og arbeide for karbonnøytralitet og en bærekraftig sirkulær og biobasert økonomi. Et konkurransedyktig Norden – Sammen vil vi fremme grønn vekst i Norden basert på kunnskap, innovasjon, mobilitet og digital integrering. Et sosialt bærekraftig Norden – Sammen vil vi fremme en inkluderende, likestilt og sammenhengende region med felles verdier og styrket kulturutveksling og velferd.
Sigrún Stefánsdóttir journalist leder samtal med Sigurður Ingi Jóhannsson samarbeidsminister om den nye ambisiøse visjonen i nordisk samarbeide.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Jafnrétti, Menntamál, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur
13:00 – 13:45
Lundur
Grófarfólk hefur orðið
Grófin geðverndarmiðstöð
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 13:00 – 13:45
Lundur
Grófarfólk hefur orðið
Grófin geðverndarmiðstöð
Emma Agneta sem er notandi Grófarinnar og varamaður í stjórn Grófarinnar er rúmlega fertugur Akureyringur sem hefur glímt við afleiðingar áfalla og geðrænan vanda frá unga aldri. Hún fjallar um lífsreynslu sína og batagöngu ásamt þátttöku sína í Grófinni þar sem hún hefur meðal annars tekið virkan þátt í geðfræðsluteymi Grófarinnar.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur
13:00 – 14:00
Hamraborg, svið
Er styttri vinnuvika lýðheilsumál eða hefðbundin kjaramál?
Iðnfélögin
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Laugardagur 13:00 – 14:00
Hamraborg, svið
Er styttri vinnuvika lýðheilsumál eða hefðbundin kjaramál?
Iðnfélögin
Stytting vinnuvikunnar: „Efnahagslegt hryðjuverk eða náttúrulegt næsta skref“
Fyrirlesari; Steinunn Eyja Gauksdóttir vinnusálfræðingur og starfandi mannauðsstjóri hjá Spiir og Nordic API Gatway.
Hverju vilja íslenskir iðnaðarmenn ná fram með styttri vinnuviku?
Kristján Þórður Snæbjarnarson talsmaður iðnaðarmanna flytur erindi um markmið iðnaðarmanna með styttingu vinnuvikunnar í tengslum við nýgerða kjarasamninga.
Samtal í sal að loknum framsögum
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Laugardagur
13:00 – 14:00
Svalir, 2. hæð
Rósa Luxemburg - hundrað árum síðar
DíaMat -- félag um díalektíska efnishyggju
Viðfangsefni: Jafnrétti, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 13:00 – 14:00
Svalir, 2. hæð
Rósa Luxemburg - hundrað árum síðar
DíaMat -- félag um díalektíska efnishyggju
Í ár eru 100 ár síðan baráttu- og byltingarkonan Rósa Luxemburg var myrt í Þýskalandi. Vésteinn Valgarðsson, formaður DíaMats, hefur framsögu um framlag hennar til baráttu og fræða. Umræður. Veitingar.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 13:00 – 13:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Rataðu um næringarfrumskóginn
Krabbameinsfélag Íslands
Ef þú googlar “nutrition and cancer” færðu yfir 276 milljón niðurstöður. Margar eru sem betur fer góðar, aðrar ruglingslegar og sumar hreinlega rangar. Hverju á að taka mark á?
Birna Þórisdóttir, næringarfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands, leiðir þátttakendur í gegnum “næringarfrumskóginn”, gefur hagnýt ráð og leitar svara við algengum spurningum um mataræði sem minnkar líkur á krabbameinum og endurkomu.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur 13:30 – 15:00
Naust
Heimsmarkmiðin og sveitarfélögin
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Félag Sameinuðu þjóðanna efnir til málstofu þar sem fulltrúar íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga kynna tæki og tól sem viðkomandi sveitarfélög hafa nýtt í innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, gagnasöfnun og stefnumótun.
Sveitarfélög um allan heim gegna lykil hlutverki þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna og íslensk sveitarfélög hafa ekki látið sitt eftir liggja.
Flutt verða erindi frá Kópavogsbæ og Skaftárhrepp þar sem innleiðingar ferli, stefnumótun og gagnaúrvinnsla bæði fjölmenns og fámenns sveitarfélags verður rakið. Þá verður innleiðingarferli og stefnumótun landsfjórðungssamtaka sveitarfélaga, Samtaka sveitarfélaga Norðurlands vestra, kynnt.
Þá munu allir ræðumenn taka þátt í umræðu pallborði í lokin.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál, Umhverfi
Viðfangsefni: Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 14:00 – 15:00
Lundur
Platform GÁTT
Norræna ráðherranefndin / Norræna félagið
Platform GÁTT er vettvangur sem sameinar nokkrar af sterkustu listahátíðum Norðurlanda í verkefnum sem hafa það að markmiði að veita ungu listafólki af svæðinu tækifæri til þess að tengjast innbyrðis og koma listsköpun sinni á framfæri. Hröð þróun á alþjóðavettvangi og fjölgun íbúa frá öðrum menningarsvæðum kalla á breytingar í norrænu samstarfi sem fela í sér áskorun til aðlögunar og um leið tækifæri til menningarlegrar nýsköpunar. Mikilvægt er að styrkja og þróa menningar- og listalíf á Norðurlöndum með því að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum listamanna sín á milli og tengslum þeirra við norrænar listahátíðir og listviðburði.
Gunnar Karel Másson verkefnastjóri Plattform GÁTT kynnir verkefnið og fer yfir framtíðina í samvinnu norrænna listamanna + Borghildur Indriðadóttir listamaður verður með gagnvirkann fjargjörning.
//
Platform GÁTT er et forum, som kobler nogle af Nordens førende kulturfestivaler sammen i projekter, som har til formål at give unge kunstnere i regionen muligheder for at danne indbyrdes netværk og promovere deres kunst. En hurtig international udvikling og stadig flere borgere med en anden kulturel baggrund kræver en omstilling af det nordiske samarbejde, der opfordrer til integration samtidig med at skabe muligheder for kulturel nyskabelse. Det er vigtigt at styrke og udvikle kunst- og kulturlivet i Norden ved at fremme innovation og netværk mellem unge kunstnere, men også deres tilknytning til de nordiske kulturfestivaler og kunstarrangementer.
Gunnar Karel Másson prosjektleder for Platform GÁTT presenterer prosjektet og fremtiden i nordisk samarbeide bland unge kunstnere + Borghildur Indriðadóttir kunstner viser interaktiv performanse.
Viðfangsefni: Menning og listir, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur
14:00 – 14:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Sigrast á streitu
Forvarnir ehf (Streituskólinn)
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 14:00 – 14:30
Dynheimar, annarri hæð í Hofi
Sigrast á streitu
Forvarnir ehf (Streituskólinn)
Fyrirlesari: Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans og Streitumóttökunnar á norðurlandi.
Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verða kynntar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum eins og til að mynda daghvíld á vinnustað. Einnig verður stutt kynning á þjónustu Streituskólans og Streitumóttökunnar.
Viðfangsefni: Heilsa og heilbirgði, Rannsóknir og fræðsla
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur 14:15 – 15:15
Hamraborg, svið
Fjármál við starfslok
Íslandsbanki
Áhugaverður og gagnlegur fyrirlestur um það sem mikilvægast er að hafa í huga varðandi fjármálahlið starfsloka.
Meðal þess sem rætt verður um er hvenær og hvernig sé best að taka út séreign og hefja úttekt lífeyris, greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar og áhrif skatta á lífeyristekjur.
Erindi flytur Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Rannsóknir og fræðsla
Laugardagur
14:30 – 16:30
Nanna
Myndasögusmiðja Lóu Hjálmtýs
LÝSA
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá, Smiðjur
Laugardagur 14:30 – 16:30
Nanna
Myndasögusmiðja Lóu Hjálmtýs
LÝSA
Lóa Hjálmtýsdóttir myndasöguhöfundur leiðir smiðju þar sem áhersla er lögð á skapandi skrif og teikningu. Tilraunir verða gerðar til að uppræta teiknispéhræðslu og ritstíflur með léttum æfingum. Það eina sem þátttakendur þurfa að koma með er áhugi.
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá, Smiðjur
Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar flytur framsögu um helstu umhverfisvandamál nútímans, helstu orsakir þeirra, innra samhengi og leiðir til að vinda ofan af þeim og endurskapa jafnvægi fyrir vistkerfi jarðarinnar. Að því loknu verða umræður um efnið.
Þorvaldur þýddi bókin „Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma,“ sem út kom s.l. vor og byggist umfjöllunin að nokkru á efni hennar.
Hálendisþjóðgarður: áform, hindranir, tækifæri og möguleikar
Landvernd
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur 15:15 – 16:15
Naust
Hálendisþjóðgarður: áform, hindranir, tækifæri og möguleikar
Landvernd
Hvernig gengur að móta tillögur um hálendisþjóðgarð? Hverjar eru helstu fyrirstöðurnar? Hvað þarf að gera til að yfirvinna þær fyrirstöður sem blasa við? Hver er reynslan af þjóðgörðum á Íslandi? Hvað tækifæri efnahagsleg og félagsleg felast í þjóðgörðum?
Í pallborðsumræðum taka þátt:
Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður
Karl Ingólfsson, leiðsögumaður
Harpa Barkardóttir, formaður SUNN
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit fyrir Samband ísl. sveitarfélaga.
Einnig er ráðgert innlegg á myndbandi um rannsókn á byggðaáhrifum friðlýstra svæða frá Þorvarði Árnasyni, forstöðumanni Háskólasetursins á Höfn í Hornafirði.
Umræðum stjórnar Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.
Viðfangsefni: Atvinna og vinnumarkaður, Stjórnmál, Umhverfi
Laugardagur
15:30 – 16:00
Hamraborg, svið
Alþingi og skrifstofa þess
Alþingi
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Laugardagur 15:30 – 16:00
Hamraborg, svið
Alþingi og skrifstofa þess
Alþingi
Alþingi er elsta og æðsta stofnun þjóðarinnar en hvert er hlutverk þess í stjórnskipun samtímans? Hvað með skrifstofu Alþings, hver eru verkefni hennar og hlutverk? Ragna Árnadóttir, nýskipaður skrifstofustjóri Alþingis, deilir með áheyrendum hugleiðingum sínum um Alþingi og skrifstofu þess.
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Laugardagur
16:00 – 18:00
Hamragil
Happy Hour
1862 Nordic Bistro
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá, Veitingar
Laugardagur 16:00 – 18:00
Hamragil
Happy Hour
1862 Nordic Bistro
Hátíðarbar LÝSU, 1862 Nordic Bistro, verður með góð tilboð á drykkjum.
Hvað eru góð lög og hvernig tryggjum við vandaða lagasetningu? Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður nefndasviðs Alþingis, fer yfir hvernig gæði laga eru metin, áskoranir í löggjafarferlinu og hvernig ferlið gengur fyrir sig. Þá bendir hún á tækifæri og möguleika hagsmunasamtaka og almennings til að hafa áhrif á lög og lagasetningu.
Viðfangsefni: Rannsóknir og fræðsla, Stjórnmál
Laugardagur
16:00 – 16:30
Hamragil
Árið 2070 - Sófaspjall
LÝSA
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá
Laugardagur 16:00 – 16:30
Hamragil
Árið 2070 - Sófaspjall
LÝSA
Sölvi Tryggvason stjórnar hressum umræðum þar sem umræðuefnið er „Framtíðin“. Hvernig mun líf okkar líta út árið 2070?
Hvernig komumst við að tana á Tene? Hvað getum við keypt í búðum? Verða búðir yfirleitt til? Verður Facebook til? Með hvaða ferðamáta förum við í vinnuna? Verður hægt að fá kók í plasti? Og margt fleira!
Til að spá í framtíðina setjast í sófann þær Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar.
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá
Laugardagur
16:30 – 17:00
Hamragil
Uppistand með Snjólaugu Lúðvíks
LÝSA
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá
Laugardagur 16:30 – 17:00
Hamragil
Uppistand með Snjólaugu Lúðvíks
LÝSA
Uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir rýnir í samfélagið á sinn bráðfyndna hátt.
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá
Laugardagur
17:00 – 17:45
Hamragil
Af fingrum fram - Stefán Hilmarsson
LÝSA
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá
Laugardagur 17:00 – 17:45
Hamragil
Af fingrum fram - Stefán Hilmarsson
LÝSA
Jón Ólafsson mætir með spjalltónleikana Af fingum fram á LÝSU og fær til sín engan annan en hinn ástsæla Stefán Hilmarsson.
Viðfangsefni: Menning og listir, Skemmtidagskrá
Laugardagur
18:00 – 20:00
Utan Hofs
Happy Hour á R5
1862 Nordic Bistro
Viðfangsefni: Skemmtidagskrá, Veitingar
Laugardagur 18:00 – 20:00
Utan Hofs
Happy Hour á R5
1862 Nordic Bistro
Hinn hátíðarbar LÝSU, R5 á Ráðhústorginu, verður með góð tilboð á drykkjum.