Velkomin á LÝSU

Rokkhátíð samtalsins
6. og 7. september 2019
í Hofi Akureyri

Allir velkomnir, engin aðgangseyrir,
komdu og vertu með í samtalinu!

LÝSA 2021

Menningarfélag Akureyrar hefur hug á að halda LÝSU á vordögum 2021. Til þess að hátíð sem þessi festi sig í sessi þarf breitt bakland og í undirbúningi er m.a. samstarf við Samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi. Það er von aðstandenda LÝSU að hátíðin festi sig í sessi hér á Akureyri.

Dagskrá LÝSU 2019

Dagskrá hátíðarinnar í ár er fjölbreytt en þar má finna yfir 50 viðburði. Þú finnur dagskrá hátíðarinnar hér. Dagskráin hefst á föstudagsmorgni m.a. með Stórþingi ungmenna og málþingi BHM um fjórðu iðnbyltinguna. Setning hátíðarinnar fer fram um hádegisbilið þar sem skemmtikrafturinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr ávarpar gesti og Halla Björk Reynisdóttir setur hátíðina. Tónlistarfólkið […]

LÝSA býður gestum á Af fingrum fram tónleika

Eftir tvo daga af fjörugum umræðum á LÝSU – Rokkhátíð samtalsins, mun hátíðinni ljúka með dagskrárlið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Laugardaginn 7. september mætir Jón Ólafsson í Hof með spjalltónleikana Af fingum fram og fær til sín engan annan en hinn ástsæla Stefán Hilmarsson. Þeir munu hita upp fyrir tónleikana í Hamragili […]

Hlustum, fræðumst og tölum saman

Ágætu gestir, verið hjartanlega velkomin á LÝSU – Rokkhátíð samtalsins. Þegar það næst jafnvægi á milli þess að tala, fræðast og hlusta þá geta ýmsar góðar hugmyndir fæðst og skilningur fyrir fjölbreyttu og flóknu samfélaginu jafnvel aukist. Það er hinsvegar alls ekki alltaf raunin að þetta jafnvægi náist, ekki síst þegar umræðan er oftar en […]

Undirbúningur LÝSU í fullum gangi

LÝSA – Rokkhátíð samtalsins verður haldin í þriðja sinn í Hofi á Akureyri 6. og 7. september. LÝSA er fyrir alla þegna samfélagsins og er mikilvægur vettvangur til að ræða málefni líðandi stundar og byggja brú milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á hátíðinni fara fram bæði áhugaverðar og mikilvægar umræður sem snerta okkur öll og […]

Lýðheilsa og heilbrigðismál í brennidepli

Meðal áberandi viðfangsefna á hátíðinni í ár snúa að bættri lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og munu ýmsir aðilar frá heilbrigðisgeiranum kynna störf sín. Félagasamtökin Farsæl öldrun stendur fyrir málstofu þar sem umræðan snýst um hvort farsæl öldrun sé möguleg þrátt fyrir heilsubrest á þá hvernig. Það er ekki vanþörf á þeirri umræðu þar sem […]

Að vera þátttakendur í því hreyfiafli sem samfélagsumræðan er

Eitthvað gerist í fréttum og kannski tekur maður ekki eftir því eða kannski er atburðurinn svo yfirgengilegur að maður dembir sér strax á netið til að sjá hvað öllum hinum finnst um hann. Hvort fleiri deili skynjun manns – eða skynji jafnvel eitthvað margslungnara, meira, dýpra. Eða ekki. Það er í senn speglun og fróun […]

Hressandi skemmtidagskrá

Landsþekktir listamenn munu standa fyrir ýmsum skemmtiatriðum og uppákomum á LÝSU – rokkhátíð samtalsins í ár. Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri standa fyrir höfundaspjalli seinni part föstudags með yfirskriftinni „Er rithöfundur samfélagsrýnir?“. Hér gefst gestum tækifæri á að hlýða á og taka þátt í umræðu um hlutverk rithöfunda í samfélaginu, en umræðunum […]

Umhverfismálin áberandi á LÝSU

Fjölmörg viðfangsefni verða til umræðu á LÝSU en meðal þeirra eru umhverfismálin. Má þar nefna að Norðurlönd í fókus munu sýna heimildarmyndina UseLess, en hún fjallar um tísku- og matarsóun sem fer sífellt vaxandi og er orðið að stóru samfélags- og umhverfisvandamáli. Markmið myndarinnar er að vekja okkur til umhugsunar og veita innblástur um hvernig við, hvert og eitt, getum lagt […]

Stefnir í fjölbreytta og spennandi dagskrá

Stór og smá félagasamtök og fyrirtæki, ásamt flestöllum stjórnmálaflokkum landsins taka þátt í hátíðinni og er dagskráin að taka á sig mynd. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarmenn munu setja sinn svip á hátíðina og verða viðburðirnir af ýmsu tagi. Það stefnir því í þétta og spennandi dagskrá.            Auk helstu stjórnmálaflokka landsins […]

Forsætisráðherra og handboltahetja setja LÝSU – rokkhátíð samtalsins

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, mun setja LÝSU – rokkhátíð samtalsins sem fram fer í Hofi á Akureyri 7. og 8. september. Handboltahetjan Ólafur Stefánsson verður með hugvekju við setninguna en á laugardeginum mun hann standa fyrir vinnusmiðju. „Á LÝSU getum við rætt saman í ákveðnu óttaleysi og léttleika og sem manneskjur og það án þess […]

Skráning hafin fyrir 2018

LÝSA býður öllum sem vinna að málefnum samfélagsins að vera með viðburði á hátíðinni. Stórir sem smáir aðilar sem standa í réttindabaráttu, hagsmunagæslu eða vinna á annan hátt að málefnum samfélagsins eiga erindi á hátíðina. Á LÝSU er tilvalið að … … varpa ljósi á verkefni sem unnið er að. … upplýsa um niðurstöður kannana […]