Taktu þátt, þín rödd er mikilvæg!

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins fer fram að þessu sinni dagana 8. og 9. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hátíðin er í ár haldin í þriðja skipti, en þetta er í fyrsta sinn sem hún fer fram utan höfuðborgarsvæðisins. Fundur fólksins sækir innblástur sinn í sambærilegar hátíðir sem haldnar eru á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum. Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings og skapa vettvang til þess að ræða málefni samfélagsins.
Við fengum Ketil Berg Magnússon formann Almannaheilla til þess að ræða við okkur um Fund fólksins og reynslu félagsins sem hann er í forsvari fyrir af þátttöku á hátíðinni.

Fundur fólksins er opin almenningi án endurgjalds og hægt er að skrá viðburði á hátíðina HÉR.

 

Tölum saman, taktu þátt!