Stefnir í fjölbreytta og spennandi dagskrá

Stór og smá félagasamtök og fyrirtæki, ásamt flestöllum stjórnmálaflokkum landsins taka þátt í hátíðinni og er dagskráin að taka á sig mynd. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarmenn munu setja sinn svip á hátíðina og verða viðburðirnir af ýmsu tagi. Það stefnir því í þétta og spennandi dagskrá.

           Auk helstu stjórnmálaflokka landsins hefur fjöldi félagasamtaka og stofnana boðað komu sína. Flest þeirra standa fyrir einhverskonar viðburðum eða uppákomum en einnig verður til staðar umræðutorg þar sem gestir geta komið, leitað upplýsinga og spjallað. Þátttakendur sem þegar eru skráðir á Lýsu eru; Akureyrarakademían, Akureyrarbær, Arkitektafélag Íslands, Alþýðusamband Íslands, Bandalag íslenskra listamanna, Barnabókasetrið, Byggðastofnun, DíaMat – félag um díalektíska efnishyggju, Eining-Iðja, Eyþing, Farsæl öldrun, Festa, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Félag sjúkraþjálfara, Fiskistofa, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrennis, Forsætisráðuneytið, Grænni byggð – Landvernd, Háskólinn á Akureyri, Jafnréttisstofa, Krabbameinsfélagið, Landsamband íslenskra ungmennafélaga, Landssamtök íslenskra stúdenta, Listasafn Akureyrar, Neytendasamtökin, Norræna félagið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rósenborg, Samband íslenskra sveitafélaga, Samiðn, Samtökin 78 og Skrifstofa Alþingis.