Skráning hafin fyrir 2018

LÝSA býður öllum sem vinna að málefnum samfélagsins að vera með viðburði á hátíðinni. Stórir sem smáir aðilar sem standa í réttindabaráttu, hagsmunagæslu eða vinna á annan hátt að málefnum samfélagsins eiga erindi á hátíðina.

Á LÝSU er tilvalið að …

… varpa ljósi á verkefni sem unnið er að.

… upplýsa um niðurstöður kannana og rannsókna.

… senda út ályktanir um málefni.

Hægt er að nota frumlegar sem formlegar leiðir til að koma á samtali við þátttakendur og gesti, allt frá uppistandi til pallborðsumræðna.

Markmið hátíðarinnar er að hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks. Á LÝSU gefst tækifæri til að varpa ljósi á málefni, eiga í samtali við almenning og ráðamenn og leita eftir stuðningi við hagsmunamál. Allir geta tekið þátt í hátíðinni. Einu skilyrðin eru þau að viðburðir hafi samfélagslega tengingu, séu opnir öllum og gestum að kostnaðarlausu. Hátíðin gekk áður undir nafninu Fundur fólksins.

Skipuleggjendur hátíðarinnar munu standa fyrir tónlistaratriðum, núvitundarsmiðju og öðrum uppá-

komum á hátíðinni. Meðal listamanna og sem koma fram í ár verða, Saga Garðarsdóttir, Kött Grá Pé, Hallgrímur Helgason, Auður Jónsdóttir og Snorri Helgason. Ólafur Stefánsson handboltakappi mun flytja hugvekju við setningu hátíðarinnar.

Hægt er að skrá viðburði hér á síðunni http://www.lysa.is/skraning/

Meðal þátttakenda síðustu ára eru:

Allir stærstu stjórnmálaflokkar landsins, ASÍ,  Öryrkjabandalag Íslands, BHM, Landvernd, Neytendasamtökin, Jafnréttisstofa, Bandalag íslenskra listamanna, Kennarasamband Íslands, Siðmennt, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, Háskólinn á Akureyri, Íslandsdeild Norðurlandaráðs, SÍM, Mannvirkjastofnun, Grái herinn, Félag Sameinuðu þjóðanna, Blindrafélagið og Festa, auk fjölda annarra samtaka.