Nýtt nafn: LÝSA – upplýsandi hátíð um samfélagsmál

LÝSA – upplýsandi hátíð um málefni samfélagsins, fer fram dagana 7.-8. september 2018 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri. LÝSA er nýtt nafn á Fundi fólksins og var nafnið valið með tilliti til þess að á hátíðinni fer fram upplýsandi samtal milli almennings og ráðamanna. Á LÝSU gefst tækifæri til að varpa ljósi á málefni líðandi stundar og leita eftir stuðningi við hagsmunamál.