Veitingaþjónusta á LÝSU

1862 Nordic Bistro – Veitingastaður, kaffihús og bar í Hofi

1862 Nordic Bistro, veitingastaður og kaffihús í Hofi, er hátíðarbar LÝSU. Sjá matseðil 1862 hér.

Boðið verður upp á girnilegt hádegishlaðborð báða daga LÝSU á aðeins 2.590 kr.

Föstudagur:

 • Kartöflu- og bacon súpa
 • Nýbakað brauð og ferskt salat
 • Grillað lambalæri og bearneisesósa
 • Bakaðar kartöflur og smjörsoðinn maís
 • Sjávarréttagratín og hrísgrjón
 • Sinnepsdressing og marinerað grænmeti
 • Kaka dagsins og kaffi

Laugardagur:

 • Mininstrone grænmetissúpa
 • Nýbakað brauð og ferskt salat
 • Pestobakaður kjúklingur og cous cous
 • Ristað rótargrænmeti
 • Sítrusmarineraður lax og kartöflusmælki
 • Hvítvínssósa og aspas
 • Kaka dagsins og kaffi

Verð: 2.590 kr.

Kaka dagsins og kaffi: 1.000 kr.

Einnig býður 1862 upp á Tapasdisk báða daga LÝSU:

 • Í Hofi allan daginn
 • Á R5 bar á Ráðhústorgi frá 17-21.

Verð: 2600 kr / Með vín- eða ölglasi: 3400 kr.

 

Happy Hour verður í Hofi frá kl. 16-18 báða dagana á LÝSU og á R5 á Ráðhústorgi frá kl. 18-20.