LÝSA býður gestum á Af fingrum fram tónleika

Eftir tvo daga af fjörugum umræðum á LÝSU – Rokkhátíð samtalsins, mun hátíðinni ljúka með dagskrárlið sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Laugardaginn 7. september mætir Jón Ólafsson í Hof með spjalltónleikana Af fingum fram og fær til sín engan annan en hinn ástsæla Stefán Hilmarsson. Þeir munu hita upp fyrir tónleikana í Hamragili kl. 17, en sjálfir tónleikarnir fara fram í Hamraborg kl. 20.

Almennt forsöluverð á tónleikana er 4720 kr. en gestum LÝSU gefst tækifæri á að fá frítt inn.
Til að nálgast frímiða þarf að mæta á að lágmarki þrjá viðburði LÝSU og skila inn þar til gerðu eyðublaði í miðasölu Hofs. Eyðublaðið má nálgast hjá starfsfólki LÝSU á hátíðinni sjálfri.