Góður dagur á Fundi Fólksins

Fyrri dagur Fundar Fólksins fór fram í gær og tókst hann vonum framar. Formleg opnun var kl. 11 þar sem Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í ávarpi sínu lagði forsetinn út af ákalli um breytingar á stjórnarskránni og rakti meðal annars að í forsetakosningunum í sumar hefðu allir frambjóðendur verið sammála um að það þyrfti að koma inn ákvæði í stjórnarskrána um að tiltekinn fjöldi kosningabærra manna gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál.

Að loknu ávarpi stjórnaði listamaðurinn Curver Thoroddsen sameinaði forsetann, borgarstjóra, þátttakendur og gesti hátíðarinnar í táknræðnum gjörningi.

Stríður straumur fólks var á hátíðina allan daginn og góð þátttaka á mörgum þeirra umræðu fundum sem voru á dagskrá. „Of spennandi dagskrá“ höfðu sögðu sumir gestanna sem þótti oft erfitt að velja á milli umræðufunda. Stutt viðtöl voru við stjórnmálamenn allan daginn í stjórnmálatjaldinu. Margir þátttakendur buðu gestum uppá veitingar, auk þess sem hægt var að taka þátt í pub-quiz og hlusta á tónlistaratriði.

Í dag er seinni dagur hátíðarinnar og dagkskráin sneisafull af áhugaverðum viðburðum. Meðal efnis í dag verður umræðufundur um áhrif ferðaþjónustu á íslenskt samfélag, vistvænni og hagkvæmari húsnæði, pallborðsumræður um sýnileika lista í fjölmiðlum og málþing stúdenta um LÍN frumvarpið. Einnig má nefna tvíeykið Hundur í Óskilum verður með skemmtilegan verkalýðskabarett á vegum ASÍ og SGS kl. 16:30 og Gunni og Felix verða með stutta leikþætti um líf listamannsins kl. 14. Hægt er að skoða dagskrána hér.

Við hvetjum alla til að vera með okkur í dag. Aðgangur er ókeypis.