Dagskrárfundur með þátttakendum

Dagskrárfundur var haldinn með þátttakendum Fundar Fólksins þriðjudaginn 9, ágúst. Góð mæting var á fundinn og stemmning góð meðal gesta. Á fundinum fór Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri yfir fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar, skipulag í tjöldum og fundarherbergjum og gaf dæmi um dagskrá nokkurra þátttakenda.

(meira…)

Fjöldi þátttakenda í Fundi Fólksins

Undirbúningur fyrir Fund Fólksins er nú í fullum gangi. Þegar eru um 60 þátttakendur skráðir á þessa lýðræðishátíð sem haldin verður í annað sinn á Íslandi 2. og 3. september.
Hópurinn sem mun stíga á stokk, kynna sjónarmið sín og eiga vandað og uppbyggilegt samtal við fólkið í landinu er fjölbreyttur en þar á meðal eru fjölmörg grasrótarsamtök, stjórnmálaflokkar, launþegasamtök, háskólar, trúfélög, fagfélög o.fl. Hægt er að skoða lista yfir skráða þátttakendur hér en endanleg dagskrá verður kynnt síðar í þessum mánuði.

Enn geta félög, sem vilja hafa áhrif á samfélagið og þróun þess til góðs, bæst í hóp þátttakenda. Skráning fer fram hér. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fundur@fundurfolksins.is

Aðkoma Almannaheilla samtakanna að FUNDI FÓLKSINS

Ketill Berg Magnússon segir frá aðkomu Almannaheilla að FUNDI FÓLKSINS.

Samtökin eru formlegur framkvæmdaraðili FUNDAR FÓLKSINS árið 2016.

Hugmyndin hafði komið nokkrum sinnum Í stjórn Almannaheilla – samtaka þriðja geirans (meira…)

Ingibjörg Gréta ráðin verkefnastjóri

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Fundar Fólksins.

Ingibjörg Gréta  hefur langa og víðtæka reynslu af skipulagningu og markaðssetningu viðburða. Hún er eigandi Rigga.is (meira…)

Ráðherra styrkir Fund fólksins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert samning við Almannaheill – Samtök þriðja geirans um að veita félaginu fjárstuðning til að standa fyrir lýðræðishátíð að norrænni fyrirmynd (meira…)