Forseti Norðurlandaráðs opnar Fund fólksins

Forseti Norðurlandaráðs, Britt Lundberg, setur Fund fólksins kl. 12 föstudaginn 8. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri

Yfir 60 viðburðir verða á dagskrá lýðræðishátíðirnar Fundar fólksins að þessu sinni.Gestum sem leggja leið sína í Menningarhúsið Hof, dagana 8. og 9. september, verður boðið upp á líflegar umræður, tónlistaratriði auk annarra uppákoma.

Upplýsingar, samtal og gagnkvæm virðing eru undirstöður lýðræðisins og er eitt af markmiðum hátíðarinnar er að hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta, þar fá félagasamtök tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri, upplýsa almenning og ráðamenn um sín baráttumál og leita eftir stuðningi. Með því að hlusta og ræða saman í eigin persónu aukum við traust og skilning milli ólíkra aðila samfélagsins.

 

Dagskrá lýðræðishátíðarinnar Fundar fólksins er öllum opin án endurgjalds.

Hægt er að kynna sér dagskrá Fundar fólksins nánar HÉR

 

 

Tölum saman, taktu þátt. Þín rödd er mikilvæg!