Fjöldi þátttakenda í Fundi Fólksins

Undirbúningur fyrir Fund Fólksins er nú í fullum gangi. Þegar eru um 60 þátttakendur skráðir á þessa lýðræðishátíð sem haldin verður í annað sinn á Íslandi 2. og 3. september.
Hópurinn sem mun stíga á stokk, kynna sjónarmið sín og eiga vandað og uppbyggilegt samtal við fólkið í landinu er fjölbreyttur en þar á meðal eru fjölmörg grasrótarsamtök, stjórnmálaflokkar, launþegasamtök, háskólar, trúfélög, fagfélög o.fl. Hægt er að skoða lista yfir skráða þátttakendur hér en endanleg dagskrá verður kynnt síðar í þessum mánuði.

Enn geta félög, sem vilja hafa áhrif á samfélagið og þróun þess til góðs, bæst í hóp þátttakenda. Skráning fer fram hér. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið fundur@fundurfolksins.is