Dagskrá 2017

Drög að dagskrá Fundar fólksins 2017, birt með fyrirvara um breytingar

Hér er dagskrárbæklingurinn 2017 í PDF

Föstudagur 8. september 2017

Salur

Tímasetning

Heiti viðburðar

Um viðburðinn

Ábyrgðaraðili

Hamrar 10:00-11:30 Skipulag þéttbýla Skipulag þéttbýlis getur haft áhrif á öryggi og þægindi íbúa og einnig á umhverfisáhrifin sem hljótast af byggðinni. Við byggingu stærri hverfa getur gott íbúasamráð verið afgerandi fyrir vel heppnaða byggð. Byggð á Íslandi er í örum vexti og því mikilvægt að huga að góða skipulagi. Vistbyggðaráð
Hamragil 12:00-12:30 Setningarathöfn Forseti Norðurlandaráðs, Britt Lundberg opnar hátíðina. Tónlistarmaðurinn KK flytur nokkur lög. Fundur fólksins
Hamrar 12:30-14:00 Verður framtíðarkennarinn app? Getur notkun tölvutækni í skólakerfinu aukið skilvirkni og gæði?
Kann svo að fara að ekki verði nein sérstök þörf fyrir kennara í framtíðinni? Hvað þarf til þegar tæknin er notuð í kennslu – hvert mun menntun þróast?
Kennarasamband Íslands
Dynheimar 12:30-13:10  Það minnsta sem þú getur gert!
Grænn lífstíll, umhverfismerki
og siðræn neysla.
Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, fjallar um grænan lífsstíl og umhverfismerki. Brynhildur Pétursdóttir, Neytendasamtökunum, fjallar um siðræna neyslu. AkureyrarAkademían, Umhverfisstofnun og Neytendasamtökin
Svalir 12:30-13:00 Opnun norrænu dagskrárinnar Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs.
Kristín Sigtryggsdóttir sópransöngkona syngur norræn lög við undirleik.
Norræna félagið/Norden i fokus
Nanna 13:00-13:50 Hringborðsumræður Almannaheilla  Hringborðsumræður um framtíð almannaheillasamtaka Almannaheill
Hamraborg 13:00-13:30 Hugræn atferlismeðferð sýnd á
myndrænan hátt
Hugræn atferlismeðferð sýnd á myndrænan hátt. Sögumaður er Saga Garðarsdóttir. Bernska
Setberg 13:00-14:00 Hvað er þessi félagsvæðing, sem allir eru að tala um? Alþýðufylkingin
Bót 14:00-17:00 Listasmiðja fyrir fjölskyldur og börn Búin verður til sameiginlegur skúlptúr sem fjallar um það að
vera einstaklingur í samfélagi við aðra. Þátttakendur fá tækifæri til að tjá sig myndrænt á sinn einstaka hátt.  Einnig verður furðubílasmiðja fyrir börn þar sem þau fá að hanna sinn eigin bíl. Kennarar eru myndlistakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir og Dagrún Matthiasdóttir
Menningarfélag Akureyrar og Fab Lab
Hamraborg 14:00-16:00 Áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélagið Málstofa um ábyrga ferðaþjónustu sem skerpir á hugmyndinni um að áhrif ferðaþjónustufyrirtækja á nærsamfélagið eru efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg – hér er fókus á félags- og efnahagsleg áhrif.
Dagskrá:
–           Unnur Valborg, formaður ferðamálaráðs – Ávarp og hvatning
–           Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála – “Frá sjónarhóli íbúa”
–           Deloitte – kynning á beinum áhrifum ferðamanna á ríki og sveitarfélög
–           Róbert Guðfinnsson, fjárfestir á Siglufirði – áhrif á nærsamfélag
–       Pallborð og umræður úr sal
–           Lokaorð – Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar
Festa og Ferðaklasinn
Dynheimar 14:00-14:50 Viðreisn – fyrir hvað stöndum við? Velferðaráðuneytið
Nanna 14:00-14:50 Rífum niður hindranir Norðurlanda! Það á að vera hægt að flytja, ferðast til vinnu, stunda nám og
reka fyrirtæki þvert á landamæri Norðurlanda án óþarfa stjórnsýslulegra hindrana. Er hægt að láta þann draum rætast? Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs, Sigurður Ingi Jóhannesson, alþingismaður, Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Íslands í Stjórnsýsluhindranaráði Norðurlanda Umræðustjóri: Bogi Ágússon fréttamaður, formaður Norræna félagsins.
Norræna félagið/Norden i fokus
Hamrar 14:15-15:45 Norræn velferð og félagsleg undirboð Opin fundur Þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, ASI, SAMAK og Samfylkingarinnar. Á fundinum verður fjallað um félagsleg undirboð á norrænum vinnumarkaði í fortíð, nútíð og framtíð. Rætt verður um þær leiðir sem færar eru og hafa reynst best til að bregðast við þeirri ógn við norrænan vinnumarkað sem félagsleg undirboð eru. Danska hugmyndasmiðjan Cevea gaf nýlega út skýrslu um félagsleg undirboð á norrænum vinnumarkaði og þau mál hafa verið mjög til umfjöllunar innan SAMAK (samtök norrænna jafnaðarmanna og launþegahreyfinga) og Norðurlandaráðs, ekki síst í kjölfar skýrslu Poul Nielsons um framtíð norræna vinnumarkaðarins. Á fundinum munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna, aðila vinnumarkaðarins og lögreglunnar einnig ræða stöðu mála á Islandi og framtíðarhorfur. Jafnaðarmenn á Norðurlöndunum
Setberg 14:30-15:30 Borgarasviðið Kynningarfundur: Leikfélag Akureyrar vill með Borgarasviðinu gefa borgurum Akureyrar tækifæri til að upplifa leikhúsið sem rými þar sem fólk hittist, hefur samskipti og tengist skapandi, þvert á aldur, kyn og félagslegan bakgrunn. Leikfélag Akureyrar
Svalir 14:30-15:00 Framtíð háskólamenntunar Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri,
kynnir sína sýn á framtíð háskólamenntunar og á síðan samtal við fundargesti um málefnið.
Háskólinn á Akureyri
Dynheimar 15:00-16:00 Heilsuefling aldraðra Við lifum lengur en lifum við betur? Sjúkraþjálfarar hafa þá sýn að bæti þurfi lífi við árin.
Hreyfing og heilsuefling verði lykilatriði í þeirri þróun að aldraðir séu sjálfbjarga og virkir þátttakendur í eigin lífi. Til þess að svo megi verða þurfa margir aðilar að leggjast á eitt, þar á meðal yfirvöld, heilbrigðisstarfsmenn, s.s. sjúkraþjálfarar, og eldri borgaranir sjálfir.
Félag sjúkraþjálfara
Nanna 15:00-15:50 Kosningar í Noregi Norðmaðurinn Yngvar Björshol flytur stutt erindi um þingkosningarnar í Noregi
sem fram fara 11. september. Að erindi loknu ræðir Yngvar við Boga Ágústsson fréttamann og formann Norræna félagsins um kosningarnar.
Norræna félagið/Norden i fokus
Sófaspjall 15:00-15:30 Læsi er lykillinn Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur og leikari, verður sérstakur gestur í sófaspjalli á Alþjóðadegi læsis. Hann mun spjalla við mann og annan um læsi og lestraránægju. Ævar Þór fékk nýverið hvatningarverðlaun JCI sem framúrskarandi ungur Íslendingur 2017. Alþjóðadagur læsis
Svalir 15:30-16:00 Framtíð háskólamenntunar Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, kynnir sína sýn á framtíð háskólamenntunar og á síðan samtal við fundargesti um málefnið. Háskólinn á Akureyri
Hamragil 15:50-16:10 Tónlistaratriði með KK Tónlistarmaðurinn KK flytur nokkur lög. Fundur fólksins
Hamraborg 16:00-17:30 Skiptir kyn máli í bæjarpólitík? Á næsta ári verða sveitarstjórnarkosningar. Hlutur kvenna er nú 44% sveitarstjórnarmanna en fáar konur eru sveitarstjórar eða í forystu fyrir sitt sveitarfélag. Hvernig stendur á þessu? Hvaða mál brenna á konum og körlum og er munur þar á? Hvernig standa sveitarfélögin sig þegar kemur að jafnrétti kynjanna? Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga
Hamrar 16:00- 16:50 Traust  —
verðmætasta auðlind Norðurlanda
Traust, eða „tillit“ er líklega ein verðmætasta auðlind Norðurlandanna.
Hvers vegna er traust á hærra stigi á Norðurlöndunum en í flestum öðrum ríkjum? Hvernig njótum við sem samfélög góðs af því? Hvað getum við gert til að viðhalda og efla traust? Ulf Andreassen, höfundur ritsins Tillit – Det nordiska guldet, heldur erindi. Umræður að loknu erindi: Britt Lundberg, forseti Norðurlandaráðs, Oddný Harðardóttir, alþingsmaður, Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Sigurður Ingi Jóhannesson, alþingismaður, Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Auður H. Ingólfsdóttir, sérfræðingur á Rannsóknarstofnun ferðamála. Umræðustjóri: Bogi Ágústsson fréttamaður, formaður Norræna félagsins.
Norræna félagið/Norden i fokus
Sófaspjall 16:00-16:30 Saga Garðarsdóttir spjallar um verkalýðsbaráttu Saga mun flytja okkur gaman efni um verkalýðisbaráttuna og spjalla um málefnið í sófanum. Eining-Iðja, FVSA, RSÍ, Samiðn, SGS og ASÍ
Dynheimar 16:05-16:50 Staða leigjenda  Neytendasamtökin standa fyrir pallborði um stöðu leigjenda og ástandið á húsnæðismarkaði, en Neytendasamtökin hafa um árabil rekið Leigjendaaðstoðina. Í pallborðinu verðÞorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra, Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá hagdeild ASÍ og Hrannar Már Gunnarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum en Brynhildur Pétursdóttir stýrir umræðum. Neytendasamtökin
Nanna 16:30-17:30 Húmanisminn og helstu baráttumál
húmanista á Íslandi
Rædd verða helstu mál sem Siðmennt berst fyrir, s.s. aðskilnaður ríkis og kirkju, og þá hvað felst í aðskilnaði, samskipti skóla og trúfélaga og spurninguna um hvers vegna ekki ætti að reka trúboð í opinberum skólum en kenna þess í stað trúarbragðafræði. Veraldlegt samfélag, hvað þýðir það, og margt annað. Lýðræði og mannréttindi verða einnig rædd. Einnig verða rædd helstu mál sem snerta alþjóðamál, s.s. baráttan fyrir tjáningarfrelsi, morð á bloggurum og trúfrelsi svo fátt eitt sé nefnt. Siðmennt
Dynheimar 17:00- 18:00 Norræna módelið Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar –
jafnaðarmannaflokks Íslands og fulltrúi í Norðurlandaráði, kynnir helstu atriði norræna módelsins í stuttu máli. Silje Rygland frá SAMAK (samstarfsvettvangi fyrir jafnaðarmannaflokka og verkalýðshreyfinga á Norðurlöndum) segir frá samstarfi verkalýðsfélaga og jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum. Almennar umræður að loknum inngangserindum.
Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands
Hamrar 17:00-17:50 Norrænar og norðlenskar
umhverfislausnir
Það er margt sem við getum gert til að minnka álagið á náttúruna í daglegu lífi. Danir hafa t.a.m. náð að draga stórlega úr matarsóun á landsvísu með einfaldri hugarfarsbreytingu. Á fundinum ræða þátttakendur umhverfislausnir sem við getum öll tileinkað okkur.
Þátttakendur: Albertína Elíasdóttir, frkvstj. Eims; Guðmundur Haukur Sigurðarson, frkvstj. Vistorku; Kristín Ingvarsdóttir, ritari skrifstofu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og Margrét Hugadóttir, verkefnisstjóri hjá Landvernd.
Fundarstjóri: Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi.
Norræna félagið/Norden i fokus
Sófaspjall 17:00-17:30 Endurheimt votlendis á að
vera forgangsmál
Eyþór Eðvarðsson frá París 1,5 ræðir votlendismálin við Dr. Árna Bragason landgræðslustjóra og Dr. Hlyn Óskarsson, fremsta vísindamann landsins á sviði votlendis. Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er um 16,5 milljónir tonna. Um
70% af þeirri losun eða 11,5 milljónir tonna koma frá framræstu votlendi og einungis 15% af öllu framræstu landi á Íslandi eru nýtt til landbúnaðar. Lítil áhersla er hjá stjórnvöldum á endurheimt votlendis því losun úr framræstu votlendi fellur ekki undir skuldbindingar ríkja gagnvart Loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Því fer það litla fjármagn sem sett er í loftslagsbaráttuna í að draga úr þeim 30% sem falla undir Loftslagssamninginn. Auðvelt er að ná fljótlega miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að endurheimta votlendið. Loftslagsbreytingar eru dauðans alvara og árangur Íslands er að hér er losun um tvöföld á við Evrópusambandið. Engin stefna er til og nær engar aðgerðir hafa verið ákveðnar. Enginn stjórnmálaleiðtogi var krafinn svara af fjölmiðlum um loftslagsmálin í síðustu þingkosningum og stutt er í sveitarstjórnarkosningar og spurning hvort fjölmiðlar séu vandanum vaxnir.
París 1,5
Hamragil 17:30-18:00 Norðlenskar konur í tónlist Norðlensku tónlistarkonurnar Helga Kvam, Lára Sóley Jóhannsdóttir
og Þórhildur Örvarsdóttir flytja blöndu af hugljúfum og skemmtilegum lögum úr ýmsum áttum.
Fundur fólksins
Dynheimar 18:00-18:50 Norrænt pub-quiz Hvað veistu um Norðurlönd?
Taktu þátt í skemmtilegum norrænum spurningaleik. Veglegir vinningar í boði
Norræna félagið/Norden i fokus

 


Laugardagur 9. september 2017

Salur

Tímasetning

Heiti viðburðar

Um viðburðinn

Ábyrgðaraðili

Nanna 10:30-11:30 Valdefling fólksins –
Sósialismi 21. aldarinnar
Boðið verður til umræðu um hlutverk sósíalisma og sósíalískra félagshreyfinga í því að efla vald almennings innan stofnana samfélagsins, hvort sem um er að ræða ríki, sveitarfélög, verkalýðsfélög, þjónustustofnanir eða vinnustaði. Sósíalistaflokkur Íslands
Hamraborg 11:00-11:50 Er skapandi starf metið að verðleikum? Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna,
Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og myndlistarkonan Rúrí verða í pallborði og velta fyrir sér hvort skapandi starf sé metið að verðleikum auk fleiri spurninga um hvernig hægt sé að efla menningu, lýðræði og gangrýna hugsun í samfélaginu. Átak SÍM, Við borgum myndlistarmönnum, hefur verið áberandi og einnig umræðan um listkennslu í skólum. Fjármagn sem fer til menningarmála og mikilvægi menningar fyrir samfélagið verður einnig rætt. Öllum er velkomið að leggja orð í belg og taka þátt í umræðunum.
Samband íslenskra myndlistarmanna
og Listasafnið á Akureyri
Hamrar 11:00-11:40 Tæknibyltingin Á fundinum munu formaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson og
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður ræða um hverng við getum undirbúið okkur fyrir nýju tæknibyltinguna og séð til þess að með henni fylgi samfélagslegur ávinningur. Ef við gerum ekkert þá er allt eins líklegt að ójöfnuður aukist til muna og almenn velferð minnki.
Samfylkingin – jafnaðarmannaflokkur Íslands
Dynheimar 11:00-12:00 Heilsugæslan og sjúkraþjálfun Vaxandi eftirspurn er eftir aukinni þverfaglegri nálgun innan heilsugæslunnar á Íslandi, sem á að vera fyrsti viðkomustaður almennings í heilbrigðiskerfinu. Gögn sýna að yfir 40% þeirra sem leita til heilsugæslustöðva landsins koma vegna stoðkerfisvandmála og fjölmargir leita til þeirra vegna afleiðinga lífstílssjúkdóma af ýmsu tagi. Þekking sjúkraþjálfara á þessum málefnum er yfirgripsmikil og myndi nýtast afar vel í framvarðasveit heilsugæslunnar. Félag sjúkraþjálfara
Sófaspjall 11:00-11:30 Sófaspjall um samstarf Norðurlandanna
og Eystrasaltsríkjanna
Ieva Hermansone, ráðgjafi á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi, og Ásdís Eva Hannesdóttir, frkvstj. Norræna félagsins, ræða samstarfið og starf Norrænu ráðherranefndarinnar í Eystrasaltsríkjunum við Sigurð Ólafsson, verkefnastjóra Norðurlanda í fókus á Íslandi. Norðurlönd í fókus
Hamraborg 12:00-12:50 Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn
Sófaspjall 12:00-12:30 Málefni Siðmenntar rædd í sófanum Athafnir Siðmenntar verða kynntar og athafnarstjórar félagsins sem
starfa á Norðurlandi setjast í sófann en þeir eru hluti af 40 manna hópi athafnarstjóra Siðmenntar. Veraldlegar nafngjafir, giftingar og útfarir eru valmöguleikar sem í boði eru fyrir alla og vinsældir þeirra hafa aukist verulega á undanförnum árum.
Siðmennt
Nanna 12:00-12:50 Eru Norðurlönd boðberar friðar og
framfara á norðurslóðum?
Hvað hafa Ísland og önnur norræn ríki lagt af mörkum til sjálfbærrar
þróunar á norðurslóðum og hver eru helstu viðfangsefn sem þarf aðtakas á við á næstu árum? Hafa Norðurlönd verið samstíga í stefnumörkun um málefni norðurslóða? Geta þau gert betur í þeim efnum? Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands  Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Umræðustjóri Bogi Ágústsson fréttamaður.
Norræna félagið/Norden i fokus
Hamrar 12:30-13:30 Akureyri, barnvænt samfélag Á vegum Akureyrarbæjar er unnið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna með það að markmiði að uppfylla réttindi barna. Fulltrúar úr ungmennaráði kynna verkefnið.
Akureyrarbær
Dynheimar 12:30-13:30 Gagnsæi og stjórnmál Píratar
Svalir 12:30-13:00 Framtíð geðheilbrigðisþjónustunnar:
Samþætt nálgun?
Gísli Kort Kristófersson, formaður hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri. Háskólinn á Akureyri
Hamraborg 13:00-13:50 Lækkun kosningaaldurs Rýnt verður í stöðu ungs fólks í íslensku samfélagi,
minnkandi stjórnmálaþátttöku og hugmyndir um lækkun kosningaaldurs.
Ung vinstri græn
Setberg 13:00-13:50 Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
Nanna 13:00-13:50 Sölva saga unglings Sölva saga unglings, Arnar Már Arngrímsson, höfundur sigurverks
Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, ræðir við Sigurð Ólafsson, ritara skrifstofu verðlaunanna.
Norræna félagið/Norden i fokus
Sófaspjall 13:00-13:30 Norrænt samstarf og norræna módelið Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði
Göngugata/
Hafnarstræti
13:00-15:00 Sýrlenskur matur fyrir fólk á flótta Í tengslum við Fund fólksins verður haldin fjáröflun til styrktar UNICEF. Þú kaupir eina máltíð fyrir sjálfa/n þig og aðra fyrir barn á flótta.
Khattab al Mohammad sem nýlega opnaði Aleppo kebab á Akureyri mun sjá um eldamennskuna í veitingavagni sínum ásamt fjölskyldu sinni.
Fundur fólksins
Svalir 13:30 -14:00 Kynning á starfsemi Grófarinnar Grófin geðverndarmiðstöð
Hamrar 13:40-14:15 Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030
– ertu með?
Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030 er unnin í öflugu samstarfi stjórnsýslunnar,
sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra hagaðila ásamt því að allir geta sent inn tillögur að aðgerðum sem miða að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Ímálstofunni munum við kynna vinnuferlið við gerð áætlunarinnar. Við munum einnig kynna fyrstu drög hennar og bjóða upp á umræður um þau.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Hamraborg 14:00-14:50 Staða íslenskra fjölmiðla Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, heldur erindi um stöðu íslenskra fjölmiðla, útbreiðslu þeirra, traust, almannaþjónustu, breytingar á fjölmiðlun, ógnanir, málssóknir vegna meintra meiðyrða og falskar fréttir. Hann ræðir einnig breytingar á fréttaöflun og dreifingu frétta og helstu vandamál sem við er að glíma í þeim efnum. Norræna félagið/Norden i fokus
Bót 14:00-16:00 Listasmiðja fyrir fjölskyldur og börn Búin verður til sameiginlegur skúlptúr sem fjallar um það að vera
einstaklingur í samfélagi við aðra. Þátttakendur fá tækifæri til að tjá sig myndrænt á sinn einstaka hátt.  Einnig verður furðubílasmiðja fyrir börn þar sem þau fá að hanna sinn eigin bíl. Kennarar eru myndlistakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir og Dagrún Matthíasdóttir.
Menningarfélag Akureyrar og Fab Lab
Dynheimar 14:00-15:15 Framtíðarmenntunin.
Hvernig vinnum við með vélmennum?
Framsóknarflokkurinn
Nanna 14:00-14:30 Til hvers eru lýðræðishátíðir?
/ The power of democracy festivals
Lately, in various countries radicalization of the political landscape has brought about a rise in statements that even a few years ago would have been widely condemned, but have now become commonplace. Radical forces are bringing racism and intolerance to the public arena, sometimes making more moderate and tolerant people less inclined to share their opinions. As a result, controversial issues are mostly debated in the public space by loud, radical voices.
What could we do to bring about more educated debates and opinion sharing in our societies? How could we encourage people to speak in a more respectful manner towards other parties, even if they have diverse opinions?
Representatives from the Democracy Scene at the Folkemødet (Danish people’s meeting), conversation festival LAMPA in Latvia, Almadalsveckan in Sweden and Fundur fólksins in Iceland will seek answers to these and other questions. The goal of the event is to bring about discussion on the current state of opinion culture in Denmark, Island, Sweden and Latvia and in the region, taking into account the geopolitical situation and radicalization of the political landscape.
Democracy festivals
Setberg 14:00-14:50 Díalektísk messa Vésteinn Valgarðsson, forstöðumaður DíaMats, hefur framsögu og kynnir félagið og lífsskoðun þess: díalektíska og sögulega efnishyggju. Eftir framsöguna eru frjálsar, fjörugar og fróðlegar umræður um efnið, þar sem tilgangurinn er að allir þátttakendur verði nokkurs vísari. Boðið verður upp á messukaffi. DíaMAt – félag um dílaektíska efnishyggju
Sófaspjall 14:00-14:30 Bleikir skattar í heilbrigðiskerfinu,
Hanna Katrín
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar Viðreisn
Hamrar 14:30-15:30 Af hverju borga ég í stéttarfélag?
Ungt fólk og stéttarfélög
Allt sem þig hefur langað að vita um stéttarfélög! Hvaða þjónustu getur þú fengið hjá þínu stéttarfélagi, hvernig getur það hjálpað þér ef þú þarft á aðstoð að halda og hvernig getur þú haft áhrif í þínu stéttarfélagi. Eining-Iðja, FVSA, RSÍ, Samiðn, SGS og ASÍ
Svalir 14:30-15:00 Framtíð geðheilbrigðisþjónustunnar:
Samþætt nálgun?
Gísli Kort Kristófersson, formaður hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri. Háskólinn á Akureyri
Nanna 15:00-15:50 Allir elska SKAM! Allir elska SKAM-þættina norsku. Þeir eru ekki bara vel gerðir og veita frábæra
innsýn í líf ungs fólks í dag heldur kenna þeir okkur líka sitthvað um norska og norræna dægurmenningu og eru afbragðs norskukennsla. Kolbrún Ýrr Bjarnadóttir og Eyrún Huld Haraldsdóttir, kennarar við MA, ræða þættina við ungt fólk á Akureyri.
Norræna félagið/ Norden i fókus
Sófaspjall 15:00-15:30 Þjóðfélagsbreytingar, óskhyggja og raunsæi Alþýðufylkingin
Dynheimar 15:30-16:30 Borgarleg ferming og aðrar
athafnir Siðmenntar
Borgaraleg ferming er valkostur fyrir börn sem vilja ekki undirgangast
trúarheiti. Vinsældir fermingarfræðslunnar hafa aukist verulega og tóku yfir 9% barna á fermingaraldri þátt í henni á árinu 2017. Vinsældir annarra veraldlegra athafna, s.s. nafngjafa, giftinga og útfara, hafa einnig vaxið mjög hratt. Giftingar á vegum Siðmenntar hafa lagalegt gildi þar sem félagið er skráð lífsskoðunarfélag.
Siðmennt
Hamraborg 15:30-16:30 Norræn velferð – Evrópsk samvinna Framsögufólk: Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar,
Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður Viðreisnar, og Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur.
Viðreisn
Sófaspjall 15:30-16:00 Spjallað um Bjarta framtíð Í sófann mæta formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, s
tjórnarformaðurinn Guðlaug Kristjánsdóttir, þingmaðurinn Nichole Leigh Mosty og aðstoðarmaður umhverfisráðherra Þórunn Pétursdóttir.
Björt framtíð
Sófaspjall 16:00-16:30 Sjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn
Svalir 16:00-16:50 Fátækt er ekki aumingjaskapur Kynning á starfsemi EAPN á Íslandi og Pepp Ísland –
Samtökum fólks í fátækt, og samtal um aðstæður fátækra. Pepp Ísland er grasrótarstarf EAPN á Íslandi, og er markmið þess að vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun með því að gefa fólki sem býr við kröpp kjör rödd í samfélaginu og tækifæri til að vinna að eigin valdeflingu. Samtökin eru einnig starfandi á Akureyri og gefst gestum færi á að kynna sér hvað þeir geta gert til að stuðla að öflugri hreyfingu fátækra í sínu nærumhverfi.
EAPN á Íslandi og Pepp Ísland
Hamrar 16:00-17:00 Hver er staðan í stefnumótun stjórnvalda
í málefnum eldra fólks?
Þekkingarmiðstöð um öldrunarmál
Nanna 16:15-17:00 Samtal og söngur Flokkur fólksins
Hamragil 17:00-19:00 Diskósúpa Eldað saman úr mat sem annars hefði verið sóað við dillandi tóna DJ Vélarnar. 1862 og Klúbbur matreiðslumanna á Norðurlandi
og áhugafólk um matarsóun
Hamragil 17:00-17:30 Lokaathöfn Skemmtiatriði og ávörp Fundur fólksins