Dagskrá 2016

Hlaða niður dagskránni á PDF formi (273 KB, uppfærð 5. sept.)

FÖSTUDAGUR
2. SEPTEMBER

9:00–10:30 — Salur

Skóli fyrir alla – velferð og aðstæður barna og ungmenna. Fátækt og erlendur uppruni.

Pallborðsumræður

Kennarasamband Íslands

Dagbjört Ásbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi. Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar, Lækjarskóla, Hafnarfirði. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í leikskólanum Ösp, Reykjavík. Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Steinunn Björk Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Tækniskólanum. Fundarstjóri: Þórður Á. Hjaltested formaður Kennarasambands Íslands. 

Í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og velferð barna og ungmenna. Fjöldi barna sem býr við skort á mikilvægum sviðum hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu frá 2009 til 2014. Hver er reynsla þeirra sem sinna börnum og ungmennum sem standa höllum fæti í samfélaginu? Hvað þarf að gera og hvernig til að tryggja öllum börnum og ungmennum menntun óháð efnahagslegri/félagslegri stöðu og uppruna? Hver er vandinn? Hvaða lausnir? Hverra er ábyrgðin?

11:00-11:30 — Stjórnmálabúðir

Vertu með og segðu þína skoðun!

Setningarhátíð

Fundur Fólksins

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ásamt fulltrúum Fundar fólksins.

Ávörp og létt spjall! Listamaðurinn Curver framkvæmir gjörning.

11:30–13:00 — Umræðutjald 2

Diskósúpa

Elda saman

SLOW FOOD 

Allir sem geta skrælt, skorið eða hrært. Diskósúpustjóri: Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Allir sem vilja taka þátt og skræla og skera grænmeti sem annars ætti að henda og úr verður hins magnaðasta súpa sem við borðum saman undir dúndrandi takti Atla Viðars skífuþeytis. Bragðgóð leið til þess að tala um matarsóun og reyna að finna leiðir til að sporna við henni.

ATH. Viðburðurinn fer fram á alþjóðlegu máli matarlystar og músíkur.

12:00 — Stjórnmálabúðir

Upptaktur kosninga

Pallborðsumræður

Forystumenn stjórnmálaflokkana

12:00–12:50 — Salur

Kassettugjaldið – framtíð höfundaréttar

Opinn umræðufundur

STEF, SFH, RSÍ, SÍK, MYNDSTEF og FJÖLÍS

Fulltrúar allra þingflokka á Alþingi ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, formanni STEFs, Helgu Sigrúnu Harðardóttur, framkvæmdastjóra FJÖLÍS, Ragnari Th. Sigurðssyni, formanni MYNDSTEFs, Ragnheiði Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra RSÍ, og Tómasi Þorvaldssyni, lögmanni SÍK. Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL.

Verulegar breytingar í tækniumhverfi og aukið aðgengi að höfundarréttarvörðu efni hafa kallað á umræður um hvernig höfundarrétturinn verður varinn í þessu nýja umhverfi. Í því sambandi hefur t.d. ekki verið breytt ákvæðum höfundalaga um eintakagerð til einkanota þrátt fyrir að eintakagerð eigi sér nú aðallega stað í snjallsímum og spjaldtölvum. Viðstöddum gefst kostur á að koma að spurningum til bæði stjórnmálamanna og annarra þátttakenda í pallborðsumræðum.

13:00–13:50 — Salur

Þjóðernishyggja og popúlismi á Norðurlöndum

Pallborðsumræður

Norðurlönd í fókus

Bengt Lindroth, sænskur blaðamaður og rithöfundur, Philip Flores, blaðamaður á danska vefmiðlinum Zetland, Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, og Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus. 

Mikið hefur verið rætt um uppgang þjóðernisflokka á Norðurlöndum á undanförnum árum. Ýmislegt sameinar þessa flokka en margt er þó ólíkt með þeim og sögulegum rótum þeirra. Sænski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Bengt Lindroth sendi nýverið frá sér bókina „Väljarnas hämnd“ um uppgang þessara flokka á Norðurlöndum. Hann segir frá efni hennar á Fundi Fólksins. Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem íslenskir fulltrúar taka þátt og ræða það meðal annars hvort líkur séu á því að viðlíka öfl nái fótfestu í íslenskum stjórnmálum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku.

13:00–13:50 — Aalto

Listamenn eru líka „aðilar vinnumarkaðaðrins“

Pallborðsumræður

BÍL

Fulltrúar frá Bandalagi háskólamanna, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Störfum í list- og menningargeiranum fjölgar hraðar en störfum í öðrum geirum atvinnulífsins. Sex milljónir Evrópubúa starfa við skapandi greinar eða tæp 3% vinnuaflsins. Listamenn og hönnuðir sinna 30% starfa innan menningargeirans og stór hluti afleiddra starfa byggir á verkum þeirra. En hvar standa listamenn í vinnumarkaðslegu tilliti? Eru þeir þátttakendur í samtali stjórnvalda og „aðila vinnumarkaðarins“ um kaup og kjör í landinu? Og er horft til þeirra í tengslum við rannsóknir, nýsköpun og frumkvöðlastarf?

13:00–13:50 — Gróðurhús

Samfélagsbanki

Pallborðsumræður

Dögun 

Helga Þórðardóttir, Hólmsteinn Brekkan. Fundarstjóri: Markús Þórhallsson.

Það er ekki náttúrulögmál að banki sé rekinn í hagnaðarskyni samkvæmt gildandi túlkun á Íslandi þar sem einkarekstur felst í fákeppni og að hámarka fjárhagslegan afrastur til eigenda án tillits til hvaða áhrif það hefur á samfélagið.

Til eru valkostir um banka sem ekki eru reknir með þessum hætti og grundvallast á þeim arði sem felst í sjálfbærri hagsæld, öryggi og velmegun félagsmanna – viðskiptavina til hagsbóta fyrir samfélagið.

13:00–13:50 — Umræðutjald 1

SÁÁ – íslenska leiðin

Pallborðsumræður

SÁÁ

Valgerður Rúnarsdóttir, læknir, sérfræðingur í fíknlækningum, dr. Ingunn Hansdóttir, sálfræðingur, Erla Björg Sigurðardóttir, Cand.mag. í þjóðfélagsfræði og félagsráðgjafiMA.
Fundarstjóri: Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.

Hagnýting á þekkingu vísindasamfélagins er forsenda framþróunar og framfara á sviði forvarna og meðferðar fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga en meðferð SÁÁ er einmitt byggð á traustri þekkingu á sviði heilbrigðisvísinda. SÁÁ býður gestum á Fundi Fólksins upp á kynningu og samtal um orsakir og afleiðingar hins líffræðilega, sálræna og félagslega vanda sem einkennir fíknsjúkdóminn.

13:00–13:50 — Kynningartjald 1

Skopleg hlið á betra samfélagi – ÖBÍ

Listrænn fyrirlestur

Öryrkjabandalag Íslands

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands og Rán Flygenring, teiknari.

Ellen Calmon, formaður Öryrkja­bandalags Íslands, kynnir fjöl­breytta og viðamikla starfsemi ÖBÍ. Kynningunni verður myndlýst af teiknaranum Rán Flygenring. Hún teiknar myndir út frá máli Ellenar og setur fram á fræðandi en um leið skoplegan hátt.

13:00–13:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

13:20–13:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

13:30–14:20 — Umræðutjald 2

Er raunhæft að fækka krabbameinstilfelum um allt að helming?

Pallborðsumræður

Krabbameinsfélag Íslands

Sirrý (Sigríður Arnardóttir fjölmiðlakona) spjallar við Láru G. Sigurðardóttur, lækni og fræðslustjóra Krabbameinsfélagsins, og fleiri góða gesti. 

Rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir um helming krabbameina. Lífshættir spila þar stórt hlutverk og hafa stjórnvöld, atvinnurekendur, fjölmiðlar og markaðsöflin mikil áhrif á lífsstíl okkar. Á endanum erum það þó við sem berum ábyrgð á okkar eigin lífsstíl. Enginn einn breytir áhættu okkar á að fá krabbamein en við sem samfélag getum skapað umhverfi sem gerir okkur auðveldara að taka ákvarðanir sem leiða til heilbrigðs lífs og hjálpar þeim sem veikst hafa að ná aftur heilsu.

14:00–14:50 — Salur

Þriðja leiðin að velferð

Málþing

Almannaheill

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og fleiri stjórnmálamenn. 

Fundarstjóri: Ketil Berg Magnússon, formaður Almannaheilla — samtaka þriðja geirans.

Almannaheillafélög og velferðarsköpun. Nýlegar hugmyndir um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu hafa kallað fram fremur tvípólaða umræðu um val á milli einkareksturs eða opinbers reksturs. Hér ræðum við þriðju leiðina, um hlutverk almannaheillasamtaka, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, við sköpun velferðar.

14:00–14:50 — Aalto

Hvar er menningarstefna stjórnmálaflokkanna?

Pallborðsumræður

BÍL

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem hyggjast bjóða fram í Alþingiskosningum í haust. 

Alþingi samþykkti menningar­stefnu í fyrsta sinn 7. mars 2013. Flest sveitarfélög setja sér menningarstefnu og hefur Reykjavík rutt brautina þar sem borgaryfirvöld samþykktu fyrstu formlegu menningarstefnuna 2001. Landshlutasamtök sveitarfélaga gera samning við ríkið um framlög til menningarmála á grundvelli menningarstefnu. En hvernig er háttað stefnumótun stjórnmálaflokkanna í menningarmálum? Hafa stjórnmálaflokkarnir, sem bjóða fram krafta sína og hugmyndir til að stjórna ríki og sveitarfélögum, sett sér menningarstefnu?

14:00–14:50 — Gróðurhús

Vannýtt auðlind: Menntun innflytjenda og flóttafólks

Pallborðsumræður

Alþjóðamálastofnun HÍ og Fræði og fjölmenning

Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Ína Dögg Eyþórsdóttir, verkefnisstjóri hjá ENIC/NARIC matsskrifstofu Háskóla Íslands, og Barbara Kristvinsson, ráðgjafi innflytjenda hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Fundarstjóri: Þorsteinn Víglundsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Er menntun og starfsreynsla innflytjenda og flóttafólks sem kemur hingað til lands nýtt sem skyldi? Unnur Dís Skaptadóttir fjallar um atvinnutækifæri innflytjenda og flóttafólks á Íslandi út frá rannsóknum sínum. Ína Dögg Eyþórsdóttir kynnir hvernig menntun innflytjenda og flóttafólks er metin innan Háskóla Íslands og Barbara Kristvinsson fjallar um reynslu innflytjenda og hugmyndir að úrbótum út frá starfi hennar sem ráðgjafi innflytjenda.

14:00–14:50 — Kynningartjald 1

Stoltgöngur, þurfum við á þeim að halda?

Pallborðsumræður

Átak – félag fólks með þroskahömlun

Þroskaþjálfar og forsvarsfólk Átaks. Fundarstjóri: Steinunn Ása úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum.

Hópur útskrifaðra nemenda úr þroskaþjálfun gerði lokaverkefni sem fól í sér rannsókn á stoltgöngum. Rannsóknarspurning nemanna var: Hvaða áhrif hafa stoltgöngur fyrir minnihlutahópa? Nemarnir eiga létt spjall við gesti um rannsóknina, stoltgöngur og gönguna okkar sem gengin verður á laugardeginum. Er almennt séð þörf á slíkri göngu?

14:00–14:50 — Kynningartjald 2

Jákvæðnin, trúin og gildin

Umræður

Jákvæðar hugsanir

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Fundarstjóri: Guðni Karl Harðarson, Jákvæðum hugsunum.

Samtal og spurningar úr sal.

14:00–14:50 — Umræðutjald 1

Kúrdar í eldlínunni: Afstaða Íslands og alþjóðasamfélagsins

Pallborðsumræður

Mið-austurlandafræði við HÍ

Susan Rafik Hama, Salah Karim, Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra eða fulltrúi ráðuneytis hennar, Þórir Jónsson Hraundal. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.

Kúrdar hafa verið í sviðsljósinu í báráttunni við DAESH (ISIS) í Mið-Austurlöndum undanfarið. Á 9. áratugnum voru Kúrdar hins vegar fórnarlömb ítrekaðra árása Saddams Hussein, þá leiðtoga Íraka, sem notaði meðal annars efnavopn í herferð sinni. Undanfarið er í sífellt auknum mæli farið að ræða um þessa atburði sem þjóðarmorð og nokkur ríki hafa þegar staðfest að um slíkt hafi verið að ræða, svo sem Svíþjóð, Noregur og Bretland.

Hvernig er afstaða Íslands til málefna Kúrda, hvaða máli skiptir rödd okkar í slíkum málum?

14:00–14:50 — Norræna tjaldið

Framhaldsumræður um þjóðernishyggju og popúlisma á Norðurlöndum

Umræður

Norðurlönd í fókus

Bengt Lindroth, sænskur blaðamaður og rithöfundur, Philip Flores, blaðamaður á danska vefmiðlinum Zetland og Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus. 

Umræður um þjóðernishyggju og popúlisma á Norðurlöndum halda áfram í Norræna tjaldinu. Við beinum nú frekari sjónum að Íslandi og hvort svipuð þróun sé í vændum hér og á hinum Norðurlöndunum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku.

14:00–14:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

14:30–14:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

14:30–15:20 — Umræðutjald 2

Er verið að selja mig á netinu?

Pallborðsumræður

Persónuvernd

Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, Helgi Hrafn Gunnarsson alþingismaður og Jökull Sólberg Auðunsson, meðstofnandi frumkvöðlafyrirtækisinsTakumi. Fundarstjóri: Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.

Umbylting hefur orðið í því hvernig hægt er að nálgast persónuupplýsingar, greina þær og kortleggja venjur einstaklinga – og gera þær þar með að verðmætri söluvöru. Hvað verður um upplýsingar okkar sem safnað er yfir Netið á samfélagsmiðlum, með öppum, snjalltækjum og öðrum staðsetningartækjum? Hver er réttur einstaklinga í þessu sambandi og hvað er hægt að gera ef brotið er á réttindum þeirra?”

15:00–15:50 — Salur

Hatursorðræða í fjölmiðlum

Pallborðsumræður

Fjölmiðlanefnd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands,
Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla,
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland, Unnsteinn Manúel Stefánsson, tónlistar- og fjölmiðlamaður. Fundarstjóri: Arna Schram.

Hatursorðræða er vaxandi vandamál og birtist meðal annars í athugasemdakerfum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum. Af hverju færist hatursorðræða í aukana og að hverjum beinist hún?Af hverju skiptir máli að berjast gegn hatursorðræðu og hverjar geta verið afleiðingar þess að gera það ekki? Hvað þýðir tjáningarfrelsið – má fólk ekki tjá sig eins og því sýnist í lýðræðissamfélögum?

15:00–15:50 — Aalto

Stafrænt aðgengi – hvað er það og skiptir það einhverju máli?

Gagnvirkt samtal

Blindrafélagið

Rósa María Hjörvar, varaformaður Blindrafélagsins, vefstjórar, sérfræðingar og áhugafólk í aðgengismálum.

Gagnvirt samtal við fagaðila og áhugafólk um mikilvægi þess að efni á Netinu sé öllum aðgengilegt. Fólk sem reiðir sig á stafrænt aðgengi er m.a. blint og sjónskert fólk, lesblint fólk og aldrað sem er orðið sjóndapurt án þess að vera endilega blint eða sjónskert.

15:00–15:50 — Kynningartjald 1

Lífssögur fólks með þroskahömlun

Pallborðsumræður

Landssamtökin Þroskahjálp

Haraldur Ólafsson, María Hreiðarsdóttir og Guðrún V. Stefánsdóttir. Fundarstjóri: Friðrik Sigurðsson.

Í tilefni af 40 ára afmæli Landssamtakanna Þroskahjálpar létu þau gera heimildarmyndina Halli sigurvegari, mynd sem lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans.

Guðrún Stefánsdóttir, doktor í fötlunarfræðum og höfundur bókarinnar Ég hef svo mikið að segja, lífssögur Íslendinga með þroskahömlun á 20. öld, mun ásamt Halla og Maríu Hreiðarsdóttur sem þekkt er fyrir baráttu sína fyrri réttindum fólks með þroskahömlun ræða um lífshlaup og reynsluheim fólks með þroskahömlun. Heimildarmyndin Halli Sigurvegari, lífssaga fatlaðs manns, verður sýnd í tjaldinu eftir panelumræður.

15:00–15:50 — Kynningartjald 2

Hálendi og náttúra Íslands

Spurningakeppni

Landvernd

Stjórnmálamenn. Fundarstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Landvernd.

Landvernd ræðir við gesti og gangandi um hálendi og náttúru Íslands og býður þeim m.a. að taka þátt í æsispennandi spurningakeppni. Einnig verða hugmyndir um hálendisþjóðgarð kynntar en það verkefni snýr að sameiginlegri sýn fjölmargra samtaka í náttúruvernd og útivist og Samtaka ferðaþjónustunnar, um verndun miðhálendis Íslands.

15:00–15:50 — Umræðutjald 1

Barnvæn sveitafélög og Barnasáttmáli SÞ

Kynning

UNICEF

Hjördís Eva Þórðardóttir, verkefnastýra barnvænna sveitarfélaga, UNICEF, og Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur hjá Umboðsmanni barna. 

Barnvæn sveitarfélög er verkfærakista og líkan sem styður við innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga. Hugmyndafræði Barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim frá 1996.

Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi sveitarfélagsins.

15:00–15:50 — Norræna tjaldið

Allir þurfa þak yfir höfuðið – hvað geta Íslendingar lært af öðrum Norðurlöndum um haldbæra húsnæðispólitík?

Pallborðsumræður

Norðurlönd í fókus

Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála og norræns samstarfs, Elín Hirst, alþingismaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur. Fundarstjóri; Tryggvi Fellixson, aðalráðgjafi á skrifstofu Norðurlandaráðs.

Hver er reynsla Norðurlandanna, hverjar eru úrlausnir þeirra í húsnæðismálum og hvernig getum við lært af þeirra reynslu?

15.00–15:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

15:30–15:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

15:30–16:20 — Umræðutjald 2

Bara ein jörð

Pallborðsumræður

París 1,5, baráttuhópur um að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°.

Stefán Gíslason umhverfisfræðingur frá Environice. Í umræðunum taka þátt Birgitta Jónsdóttir frá Pírötum, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum, Óttar Proppé frá Bjartri framtíð, Líneik Anna Sævarsdóttir frá Framsóknarflokknum ásamt fulltrúum frá Viðreisn, Alþýðufylkingunni, Flokki fólksins, Dögun og Þjóðfylkinginni. Þátttaka af hálfu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hefur ekki verið staðfest. Fundarstjóri: Eyþór Eðvarðsson frá París 1,5.

París 1,5 stendur fyrir umræðufundi um aðgerðir í loftslagsmálum. Þetta er brýnasta mál samtímans og ætti að vera hafið yfir allar línur stjórnmálaflokkanna. Dýrmætum tíma hefur verið sóað í aðgerðaleysi. Afleiðingarnar eru sjáanlegar, m.a. í súrnun sjávar, hækkun yfirborðs sjávar, hækkun hitastigs og bráðnun jökla. Það er kominn tími á alvöru stefnu og öflugar aðgerðir.Við sem þjóð erum eftirbátar þeirra þjóða sem við berum okkur saman við, sem dæmi þá ætla Norðmenn að banna allar bifreiðar sem aka á jarðefnaeldsneyti árið 2025. Svíþjóð vinnur að fullum krafti að því að verða kolefnishlutlaust árið 2035. Á fundinum mun Stefán Gíslason umhverfisfræðingur fara yfir það mikilvægasta sem við sem þjóð gætum gert til að takast á við loftslagsvandann. Auk hans munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða spurðir að því sem þeir telja brýnt að gera.

16:00–16:50 — Salur

Hvernig í fjandanum á ungt og efnaminna fólk að hafa efni á að eignast þak yfir höfuðið – sæmilegt að gæðum?

Pallborðsumræður

Mannvirkjastofnun

Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra, Guðrún Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Búseta, Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnuna,r og Yvonne Svensson, sérfræðingur hjá Boverket í Svíþjóð. Fundarstjóri: Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins.

Mjög erfitt er fyrir ungt fólk að fá viðeigandi íbúðarhúsnæði til kaups eða leigu. Sumir segja að hár byggingarkostnaður sé helsti vandinn og lausnin sé einföldun regluverks byggingariðnaðarins. Aðrir segja meginorsökina vera mjög háa vexti á íbúðalánum, hátt lóðaverð, kröfur um bílastæði í kjallara og ýmsa slíka þætti. Hvað er til ráða? Hvernig stöndum við í lappirnar gagnvart ungu og efnaminna fólki í húsnæðisleit? ATH. Fundurinn fer fram á íslensku og ensku.

16:00–16:50 — Aalto

Fátæktarklám? Umfjöllun fjölmiðla um fátækt. Samtal milli þeirra sem sagt er frá og þeirra sem segja frá. 

Pallborðsumræður

Pepp hópur EAPN (evrópskt tengslanet fólks sem býr við fátækt) á Íslandi og Hjálparstarf kirkjunnar

Laufey Ólafsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp, Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Fréttatímans, Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, Þorkell Þorkelsson (Keli) ljósmyndari, Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. Fundarstjóri: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar. 

Samtal fólks sem býr við eða hefur búið við fátækt ræðir við fjölmiðlafólk um hvernig fjölmiðlar fjalla um fátækt, hvers vegna og hvort og hvernig mætti gera betur. Hvernig myndi fólk sem býr við fátækt vilja að rætt væri um það og aðstæður þess? Hlustar fólk ekki nema ákveðið sjónarhorn sé haft í umfjöllun? Er hægt að fjalla af meiri nærgætni við og virðingu fyrir fólki í erfiðum aðstæðum án þess að almenningur hætti að nenna að hlusta?

16:00–16:50 — Gróðurhús

Metrar á mann

Pallborðsumræður

Vistbyggðarráð

Meðal þátttakenda í umræðum eru: Elín Vignisdóttir, landfræðingur hjá Verkís og formaður Vistbyggðarráðs, Hrólfur Karl Cela, arkitekt hjá Basalt arkitektum, Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur hjá EFLU, Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt á Teiknistofunni Tröð, Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.

Vistbyggðarráð sem vinnur að því að efla vistvæna byggð, draga úr neikvæðum, umhverfisáhrifum hins byggða umhverfis og auka lífsgæði fólks, vill með þátttöku sinni á Fundi Fólksins ræða hugmyndina um hentugt og vistvænt húsnæði og fá fólk og ráðamenn til að velta fyrir sér kostum þess að byggja hagkvæmt og nýta rými vel, án þess að slá af kröfum um vandaða hönnun og gott efnisval.

16:00–16:50 — Umræðutjald 1

Málþing um sykurskattinn

Málþing

Félag lýðheilsufræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagið og Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands

Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra (óstaðf), og Birgir Jakobsson, landlæknir. Umræðustjóri: Gunnar Alexander Ólafsson.

Lýðheilsufræðingar og annað fagfólk telur að skattlagningin á sykur sem var afnumin árið 2015 hafi ekki verið nógu öflug. Árangursríkara hefði verið að hækka vörugjöld beint á gosdrykki og sælgæti ef ætlunin er að draga úr sykurneyslu landsmanna.

16:00–16:50 — Norræna tjaldið

Alþjóðleg upplausn og aukið norrænt samstarf

Pallborðsumræður

Norðurlönd í fókus

Philip Flores, blaðamaður á danska vefmiðlinum Zetland, Bengt Lindroth, fyrrum fréttaritari sænska ríkisútvarpsins á Norðurlöndum og Katrín Jakobsdóttir, fyrrv. samstarfsráðherra Norðurlanda og varamaður í Norðurlandaráði. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.

Í vor birtist athyglisverð umfjöllun í danska vefritinu Zetland um það að ýmislegt benti til þess að alþjóðleg upplausn undanfarinna missera hefði valdið því að ráðamenn á Norðurlöndum séu að íhuga nánara samstarf á ýmsum sviðum, meðal annars landamæravörslu. Blaðamaðurinn Philip Flores er höfundur þessarar samantektar og hann segir frá niðurstöðum sínum og ræðir við þátttakendur í pallborði. ATH. Dagskráin fer fram á skandinavísku.

16:00–16:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

16:30–16:50 — Stjórnmálabúðir

Betra peningakerfi

Pallborðsumræður

Húmanistaflokkurinn

Fulltrúar frá samtökunum Betra peningakerfi. Fundarstjóri: Júlíus Valdimarsson.

Húmanistaflokkurinn ræðir möguleikana á betra peningakerfi, hvernig nýtt og betra kerfi gæti gagnast þjóðinni. Af hverju hentar núverandi peningakerfi ekki, hverjir eru gallar þess og hverjar eru lausnirnar?

16:30–17:20 — Umræðutjald 2

Er í lagi að segja hvað sem er á Netinu? Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð

Þátttaka gesta

Heimili og skóli – SAFT

Guðný Rós Jónsdóttir, Amalía Sif Jessen og Erika Bjarkadóttir frá Ungmennaráði SAFT stjórna viðburði.

Ungmennaráð SAFT stendur fyrir stuttri kynningu um Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð – verkefnið og laufléttum leik þar sem þátttakendur taka afstöðu til hatursfullra ummæla á Netinu.

17:00–17:50 — Alto

Hvað er díalektísk efnishyggja?

Umræður

Diamat

Vésteinn Valgarðsson, formaður DíaMats. Fundarstjóri: Hjalti Rúnar Ómarsson, formaður Vantrúar.

Stutt kynning á díalektískri efnishyggju, frjálslegar og krítískar umræður vítt og breitt um efnið. Hvaðan koma hugmyndir mannsins? Hver eru hreyfiöfl sögunnar? Hver er munurinn á hænueggi og steinvölu? Hvad þýdir eiginlega að „megind breytist í eigind“ og hvað varðar okkur um það í dag hvað Hegel, Feuerbach eda Marx skrifuðu um heimspeki fyrir hundrað og eitthvað árum síðan?

17:00–18:00 — Umræðutjald 1

Pub-quiz: Hvað veistu um verkalýðshreyfinguna?

Spurningakeppni

Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasamband Íslands

Spyrill: Vera Illugadóttir, útvarpskona. 

Pub quiz/spurningakeppni með verkalýðslegu ívafi í bland við almennar spurningar. Tveir og tveir saman í liði. Hvaða stjórnmálamanni viltu vera með í liði? Vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara.

17:00–17:40 — Kynningartjald 1

Skopleg hlið á betra samfélagi – ÖBÍ

Listrænn fyrirlestur

Öryrkjabandalag Íslands

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands og Rán Flygenring, teiknari.

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, kynnir fjölbreytta og viðamikla starfsemi ÖBÍ. Kynningunni verður myndlýst af teiknaranum Rán Flygenring. Hún teiknar myndir út frá máli Ellenar og setur fram á fræðandi en um leið skoplegan hátt

17:00–17:50 — Salur

Nýir tímar í fjölmiðlun

Pallborðsumræður

Norðurlönd í fókus

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Philip Flores, blaðamaður á Zetland, og Ingólfur Bjarni Sigfússon, framkvæmdastjóri nýmiðlasviðs RÚV. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.

Tæknivæðing og nýir samskiptahættir hafa leitt til byltingar í fjölmiðlun þar sem gömlu miðlarnir eiga undir högg að sækja á meðan nýir miðlar sækja fram. Við heyrum um tvær athyglisverðar nýlegar tilraunir, Kjarnann á Íslandi og Zetland í Danmörku, en fáum einnig innsýn í hvernig gamall og gróinn fjölmiðill eins og RÚV bregst við þessum breytingum. ATH. Dagskráin fer fram á ensku.

17:30–18:20 — Umræðutjald 2

Háskólamenntun í nútímasamfélagi

Opinn umræðufundur

Samstarfsnefnd háskólastigsins

Rektorar íslenskra háskóla.

Rektorar íslenskra háskóla ræða stöðu háskólamenntunar á Íslandi.

LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER

10:00–10:50 — Salur

Fundur Fólksins á Norðurlöndunum

Pallborðsumræður

Norðurlönd í fókus

Zakia Elvang, forstöðukona Folkemødet på Bornholm, systurhátíðar Fundar fólksins í Danmörku, heimsækir okkur og segir frá hátíðinni á Borgundarhólmi. Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, segir frá framtíðaráformum Fundar fólksins á Íslandi en Almannaheill eru framkvæmdaaðili hátíðarinnar. Fundarstjóri: Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins.

Fundur Fólksins er haldinn að norrænni fyrirmynd en samskonar hátíðir hafa farið fram talsvert lengi á öllum öðrum Norðurlöndum og eru fastur liður í sumardagskrá alls áhugafólks um stjórnmál.

11:00–12:30 — Umræðutjald 1

Hvernig eflum við lýðræðislega menntun – menntun í lýðræði? 

Pallborðsumræður

Kennarasamband Íslands

Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri Garðaskóla, Garðabæ, Fjóla Þorvaldsdóttir, leikskólasérkennari, leikskólanum Álfaheiði, Kópavogi, Jenný Ingudóttir, varaformaður Landssamtaka foreldra – Heimilis og skóla, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari við Menntaskólann við Sund, Margrét María Sigurðardóttir, Umboðsmaður barna, Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands.

Í lögum og námskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla er áhersla lögð á að börn og ungmenni menntist í lýðræði og að menntun og skólastarf einkennist af lýðræðislegum starfsháttum og virðingu fyrir manngildi hvers og eins.

En hvað er lýðræðisleg menntun – menntun í lýðræði? Hvaða skilning á lýðræði eigum við að leggja til grundvallar við útfærslu á þessu hlutverki skólans? Hvað þarf skólinn að gera og hvernig – til að móta lýðræðislega vitund og efla færni nemenda í að takast á við ágreining og margbreytileika tilverunnar?

11:00–11:50 — Norræna tjaldið

Hvernig ERU Norðurlandabúar eiginlega?

Umræður

Norðurlönd í fókus

Fulltrúar norrænu sendiráðanna í Reykjavík og Bengt Lindroth, fyrrv. fréttaritari sænska ríkisútvarpsins á Norðurlöndum. Fundarstjóri: Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins.

Fulltrúar norrænu sendiráðanna í Reykjavík komast að hávísindalegri niðurstöðu um hvað er dæmigert danskt/finnskt/norskt/sænskt. Bengt Lindroth leggur mjög fræðilegt mat á niðurstöðurnar. ATH. Dagskráin fer fram á blandinavísku.

11:30–12:20 — Umræðutjald 2

Um neytendavernd á fjármálamarkaði

Pallborðsumræður

Neytendasamtökin

Jónas Guðmundsson, hagfræðingur, Theodóra Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð, Þorsteinn Sæmundsson, Framsóknarflokki, Smári McCarty, Pírötum, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylkingunni, Sigríður Andersen, Sjálfstæðisflokki, og Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum. Fundarstjóri: Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Í nokkrum löndum voru gerðar sérstakar ráðstafanir til að styrkja neytendavernd á fjármálamarkaði í kjölfar fjármálakreppunnar og falls banka árið 2008. Hér á landi voru unnar ítarlegar tillögur um aðgerðir til að efna neytendaverndina. Snertu þær á mörgum þáttum, m.a. fyrirkomulagi, eftirlitsaðgerðum, lagabreytingum og skiptikostnaði. Lítið af þessu hefur komið til framkvæmda. Hvers vegna? Er ekki lengur ástæða til að bæta stöðu neytenda á fjármálamarkaði? Hvaða leiðir á að fara?

12:00–12:50 — Salur

Málþing stúdenta um #LÍNfrumvarpið

Pallborðsumræður

Landssamtök íslenskra stúdenta

Aðilar frá hagsmunasamtökum stúdenta, þingmenn og aðrir hagsmunaaðilar.

LÍN-frumvarpið er á allra vörum þessa dagana. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja ræða það af sanngirni og heiðarleika.

12:30–13:20 — Umræðutjald 2

Sköpum umhverfi fyrir aukna verðmætasköpun og meiri lífsgæði á Íslandi!

Pallborðsumræður

X Hugvit

Aðstandendur x Hugvits, Fundarstjóri: Elínrós Líndal.

x Hugvit er hreyfiafl sem leggur fram málefni fyrir næstu alþingiskosningar á Íslandi. Þetta er lýðræðislegur vettvangur þar sem almenningur getur lagt fram verkefni, gefið verkefnum einkunn og deilt á meðal vina sinna á samfélagsmiðlum

13:00–13:50 — Norræna tjaldið

Dagskrá

Dagskrá

Norræna félagið

Lifandi dagskrá.

Gestir Norræna tjaldsins ræða norræn málefni.

13:00–13:50 — Salur

Við og gestir okkar – ávinningur, ábyrgð og áskoranir

Pallborðsumræður

Rannsóknamiðstöð ferðamála

Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Benóný Ægisson, formaður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri og rithöfundur, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Umræðustjóri: Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri.

Til umræðu verða þættir eins og áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu á íslenskt samfélag, hvað felst í gestrisni, hver er ábyrgð okkar sem gestgjafa og hvernig tryggjum við sem besta sambúð ferðaþjónustu og íbúa?

13:00–13:50 — Bókasafn

Lifandi bókasafn

Samtal

Samtökin ‘78

Kata og Þórhildur

Hvað eru Samtökin ‘78? Hvað er að vera hinsegin? Hvað er að vera trans? Hvað er þetta pankynhneigð? Hvernig starfsemi eru Samtökin ‘78 með? Jafningjafræðarar Samtakanna ‘78 verða á bókasafni Norræna hússins með svokallað Lifandi bókasafn. Það gengur þannig fyrir sig að fólk getur komið og spjallað um Samtökin ‘78 og þeirra starfsemi og spurt fræðara spjörunum úr. Einstakt tækifæri til að spyrja allra þeirra spurninga sem þú hefur. Engar spurningar eru kjánalegar eða heimskulegar – komið við!

13:00–13:50 — Gróðurhús

Metrar á mann

Pallborðsumræður

Vistbyggðarráð

Meðal þátttakenda í umræðum eru: Elín Vignisdóttur, landfræðingur hjá Verkís og formaður Vistbyggðarráðs, Hrólfur Karl Cela, arkitekt hjá Basalt arkitektum, Eva Dís Þórðardóttir skiplagsfræðingur hjá EFLU, Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt, Teiknistofunni Tröð, Gísli Örn Bjarnhéðinsson, framkvæmdastjóri Búseta, og Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur. Fundarstjóri: Staðfestur síðar.

Vistbyggðarráð sem vinnur að því að efla vistvæna byggð, draga úr neikvæðum, umhverfisáhrifum hins byggða umhverfis og auka lífsgæði fólks, vill með þátttöku sinni á fundi fólksins ræða hugmyndina um hentugt og vistvænt húsnæði og fá fólk og ráðamenn til að velta fyrir sér kostum þess að byggja hagkvæmt og nýta rými vel, án þess að slá af kröfum um vandaða hönnun og gott efnisval.

13:00–13:50 — Umræðutjald 1

Sýnileiki lista í fjölmiðlum

Pallborðsumræður

BÍL

Fulltrúar fjölmiðlanna og Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarmaður, gagnrýnandi og aðjúnkt við HÍ, Ásgerður Gunnarsdóttir frá Danshöfundafélagi Íslands, Aðalheiður Atladóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, Helga Óskarsdóttir, myndlistarkona og ritstjóri Artzine, Fundarstjóri: Jóna Hlíf Halldórsdótti, formaður SÍM.

Listir og fjölmiðlar eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar umfjöllun um listir og menningu. Þó einkennist menningarumfjöllun í íslenskum fjölmiðlum öðru fremur af þörf menningarstofnana og listamanna til að auglýsa list- og menningartengda viðburði, en síður af metnaði fjölmiðlanna til að bjóða upp á faglega umfjöllun um mál tengd listum og menningu almennt. Jafnt innan listageirans og fjölmiðlageirans býr löngun til að auka og dýpka faglega umræðu um listir og menningu. Hvernig geta listamenn og fjölmiðlamenn tekið höndum saman í baráttunni fyrir auknum sýnileika lista í fjölmiðlum?

13:00–13:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

13:20–13:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

13:30–14:20 — Umræðutjald 2

Hver er lærdómurinn af hruninu fyrir heimilin?

Pallborðsumræður

Hagsmunasamtök heimilanna

Sérfræðingar á vegum samtakanna. Fundarstjóri Sigurður Sigurbjörnsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

Í kjölfar efnahagshrunsins misstu þúsundir Íslendinga heimili sín. Í þjóðfélaginu þarf að eiga sér stað umræða um þá erfiðleika og orsakir þeirra. Hagsmunasamtök heimilanna vilja að lærdómur sé dreginn af þessu fjárhagslega áfalli til hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Samtökin munu því halda ótrauð áfram að berjast gegn verðtryggingu á neytendalánum og brotalömum í dómskerfinu á neytendarétti Íslendinga.

14:00–14:50 — Salur

Lifað af listinni

Leiksýning og samtöl

STEF, SFH, RSÍ, SÍK, MYNDSTEF og FJÖLÍS

Gunnar Helgason og Felix Bergsson ásamt fulltrúum mismunandi listgreina, m.a. Sigtryggi Baldurssyni, tónhöfundi, flytjanda og framkvæmdastjóra ÚTÓN, Kristni Þórðarsyni, kvikmyndaframleiðanda og formanni SÍK, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, rithöfundi og formanni RSÍ, og Ólöfu Nordal myndlistarmanni. Fundarstjóri: Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs.

Gunnar og Felix sýna beitta og skemmtilega leikþætti um líf listamannsins. Þeir bregða sér í hlutverk spyrla og spyrja fulltrúa mismunandi listgreina um hvernig þeir lifi af listinni og hver séu þeirra forgangsmál þegar kemur að höfundarrétti. Þarna gefst öllum sem áhuga hafa á að fá innsýn í líf listamanna og hvernig höfundarrétturinn hefur áhrif á störf þeirra.

14:00–14:50 — Aalto

Eitt sameinað lífeyriskerfi fyrir alla

Dögun

Benedikt Sigurðarson, Ragnar Þór Ingólfsson og Ásta Dís Guðjónsdóttir. Fundarstjóri: Markús Þórhallsson.

Eyðum fátæktargildru kerfisins og miðum lífeyri við viðunandi framfærslu. Sjóðsfélagar kjósi í stjórnir lífeyrissjóða.

14:00–14:50 — Kynningartjald 1

Spurt og svarað með Andra Frey úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum

Spurningakeppni

Með okkar augum, Átak – félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp

Stjórnmálamenn. Fundarstjóri: Steinunn Ása úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum.

Andri Freyr úr sjónvarpsþáttunum Með okkar augum spyr forsvarsfólk stjórnmálaflokkanna spjörunum úr eins og honum einum er lagið. Einnig verður vakin athygli á mikilvægi þess að flokkarnir tileinki sér að hafa allt útgefið efni eins og stefnuskrár sínar á auðlesnu máli.

14:00–14:50 — Kynningartjald 2

Mannúðin og stjórnmálin

Umræður

Jákvæðar hugsanir

Þórunn Egilsdóttir þingmaður, Óttarr Proppé þingmaður. Fundarstjóri: Guðni Karl Harðarson, Jákvæðum hugsunum.

Samtal og spurningar úr sal.

14:00–14:50 — Umræðutjald 1

Dómar með tilgang

Pallborðsumræður

Afstaða, félag um betrun

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar.
Fundarstjóri: Aðalheiður Ámundadóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í Afstöðu.

Betrun snýst um að byggja upp einstaklinginn og gera hann hæfan til þess að takast á við lífið og verða virkur samfélagsþegn. Í því felst að fangavistin verður að hafa innihald og fangar verða að koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Og síðan verður að taka við eftirfylgni og stuðningur, þar sem stuðningurinn felst í aðstoð við aðlögun að samfélaginu auk þess að tryggt sé aðgengi að atvinnu og námi – að ógleymdu þaki yfir höfuðið. Það er betrun!

14:00–14:50 — Norræna tjaldið

Dagskrá

Dagskrá

Norræna félagið

Sjá dagskrá Norræna tjaldsins

Gestir Norræna tjaldsins ræða norræn málefni.

14:00–14:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

14:30–14:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

14:30-15:20 — Umræðutjald 2

Stefnumót við stjórnmálin

Hraðstefnumót ungs fólks við unga stjórnmálamenn

Landssamband æskulýðsfélaga

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna í samvinnu við LÆF skipuleggja viðburðinn. Þátttakendur eru ungt fólk sem mun koma til með að spjalla við unga frambjóðendur. Fundarstjóri: Sigurður Sigurðsson, formaður LÆF.

Ungt fólk mætir síður á kjörstað, hefur fáa fulltrúa á þingi, hefur dregist aftur í kaupmáttaraukningu, og á erfitt með að fóta sig á húsnæðismarkaði. Leitast verður við að svara spurningunum „hvers vegna?“ og „hvað er hægt að gera?“ á hraðstefnumóti ungs fólks við unga stjórnmálamenn. Vonast er eftir því að umræðufundurinn komi til með að byggja brú á milli ungs fólks og stjórnmálamanna sem nýtist til að bæta stöðu ungs fólks.

15:00–15:50 — Salur

Branding í orkumálum

Pallborðsumræður

LarsEn Energy Branding

Andri Snær Magnason rithöfundur og Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Kviku. Fundarstjóri: Dr. Friðrik Larsen.

Notkun vörumerkja hefur verið takmörkuð í tilviki hrávara.Rafmagn er hrávara og orka er ein af grunnstoðum íslensk efnahagslífs.Rætt verður um hvernig má hámarka ábata landsins með því að líta á orku út frá sjónarhóli vörumerkjafræða. Umræðan verður tengd við aðrar virðisaukandi leiðir sem tengjast orkusölu og hvernig þær leiðir tengjast bæði sölu afurða úr landi, náttúruvernd, þjóðgarði og erlendum ferðamönnum sem koma til landsins.

15:00–15:50 — Aalto

Ungmenni og loftslagsbreytingar. Hvernig sjá ungmenni fyrir sér að hægt sé að stemma stigu við loftslagsbreytingum?

Umræður

Siðfræðistofnun HÍ í samstarfi við ungmenni í Reykjavík

Ungmenni á aldrinum 12–18 ára.

Loftslagsbreytingar eru óumdeilanlega eitt stærsta vandamál samtímans. Hvað getum við gert til að draga úr breytingunum og hvað vilja ungmenni að fullorðnir geri í málunum? Það er réttur barna að taka við jörðinni í jafngóðu ástandi eða betra en foreldrar þeirra gerðu. Klukkan 15:45 geta foreldrar og aðrir fullorðnir tekið við skilaboðum frá ungmennunum. Öll ungmenni velkomin!

15:00–15:50 — Gróðurhús

Fundur Fólksins, þróun og tækifæri

Vinnustofa

Fundur Fólksins

Almannaheill, Norðurlönd í fókus ásamt fulltrúum sveitarfélaga og skipuleggjenda lýðræðishátíða í Danmörku og Lettlandi.

Umræður um þróun Fundar fólksins, hvar hátíðin gæti fengið framtiðarheimili og möguleikar hennar á frekari þróun. Farið verður yfir reynslu slíkra hátíða með skipuleggjendum þeirra í Danmörku og Lettlandi.

15:00–15:50 — Kynningartjald 1

Eru tískubylgjur í mann­rétt­inda­umræðunni?

Pallborðsumræður

Geðhjálp og Landssamtökin Þroskahjálp

Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar og mannréttindalögfræðingur,
Aileen Soffía Svensdóttir, formaður Átaks – félags fólks með þroskahömlun, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur, Kári Auðar Svansson, notandi geðheilbrigðisþjónustunnar. Fundarstjóri: Helgi Seljan fréttamaður.

Eru tískubylgjur í mannréttindaumræðunni? Eru málefni fatlaðs fólks úti í dag eða hafa þau kannski aldrei verið inni? Geðhjálp og Þroskahjálp fá til sín sérfræðinga á sviði mannréttinda og fatlað fólk til að ræða vægi þessa hóps í mannréttindaumræðunni.

15:00–15:50 — Umræðutjald 1

Samspil lista og ferðaþjónustu

Pallborðsumræður

BÍL

Karen María Jónsdóttir, upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík og fyrrv. fagstjóri dansbrautar LHÍ, Hannes Pálsson frá Pink Iceland, Kári Viðar frá Frystiklefanum Rifi, Kristinn Vilbergsson, forstjóri Kex Hostel. Fundarstjóri: Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar.

Ísland verður sífellt vinsælli áfangastaður ferðamanna, enda hefur gríðarlegur kraftur verið settur í markaðssetningu landsins sem ferðamannalands. En hvað er það í raun sem dregur ferðafólk til landsins annað en óspillt og spennandi íslensk náttúra? Kannanir sýna að þar leika saga og menning þjóðarinnar mikilvægt hlutverk. Kveikjan að Íslandsferðinni kemur oftar en ekki til af því að fólk sér íslenska kvikmynd, les íslenskar bókmenntir eða dáist að íslenskri tónlist. En hvernig stöndum við okkur í því að sýna erlendum gestum okkar það sem hæst ber í listum og menningu þegar hingað er komið?

15:00–15:50 — Norræna tjaldið

Er gulleggið í hættu? Getur norrænt sjálfbærnimerki fyrir ferðaþjónustu bjargað málunum?

Pallborðsumræður

Norræna félagið

Stefán Gíslason umhverfisfræðingur, Elín Hirst alþingismaður og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri/Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Fundarstjóri: Tryggvi Felixson, aðalráðgjafi á skrifstofu Norðurlandaráðs.

Þátttakendur í pallborði ræða hvort ferðaþjónustan, gulleggið, sé í hættu og hvort norrænar leiðir í sjálfbærni geti komið því til bjargar.

15:00–15:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

15:30–15:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

16:00-17:20 — Salur

Samfélag án lista?

Pallborðsumræður

Listaháskóli Íslands

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, Tinna Gunnarsdóttir, prófessor í vöruhönnun við LHÍ, Vigdís Jakobsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Stefán Jónsson, prófessor í sviðslistum við LHÍ, Guðni Tómasson, listsagnfræðingur og blaðamaður á Fréttatímanum, Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund, Jóna Hlíf Halldórsdótti,r formaður SÍM, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður hugverkaráðs SI, og margir fleiri. Fundarstjóri: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, gæðastjóri LHÍ.

Á þessu málþingi ætlum við að tala um listirnar sem auðlind, velta fyrir okkur fjármögnun listanna og horfa til framtíðar. Hvernig væri samfélag án lista?

16:00-16:50 — Aalto

Femínismi 101

Pallborðsumræður

Kvenréttindafélag Íslands

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, Steinunn Ólína Hafliðadóttir nýstúdent og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík, spjalla saman. Fundarstýra: Harpa Rut Hilmarsdóttir.

Kynjafræði hefur nú verið tekin til kennslu í rúmlega helmingi framhaldsskóla á landinu, en fáir hafa þó gert hana að skyldufagi. Kemur kynjafræðikennsla nútímanemendum að gagni? Eigum við að taka upp kynjafræðikennslu á yngri skólastigum?

16:00-16:30 — Kynningartjald 1

Okkar líf og Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Kynning

Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verða með kynningu á Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks og setja samninginn í samhengi við eigið líf.

16:00-16:50 — Umræðutjald 1

Uppbygging verferðarsamfélagsins (e. building the society of wellbeing)

Pallborðsumræður

Jarðvísindadeild HÍ

Framhaldsnemendur í AdaptEconII verkefninu. Jóhanna Gísladóttir, Eduard Nedelciu, Nathalie Spittler og Maartje Oosdijk. Fundarstjóri: Kristín Vala Ragnarsdóttir.

Umræður um samfélagasuppbyggingu sem vinnur að því að ná þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna 2030. ATH. Fundurinn fer fram á ensku.

16:00–16:20 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

16:30–16:50 — Stjórnmálabúðir

Samtal við stjórnmálamann

Samtal

Stjórnmálaflokkar

Samtal blaðamanns við stjórnmálamann.

Opið samtal í 20 mínútur um málefni líðandi stundar.

16:30-17:20 — Umræðutjald 2

Hundur í óskilum – Verkalýðskabarett

Leikrit, tónleikar, grín

Alþýðusamband Íslands og Starfsgreinasamband Íslands

Hundur í óskilum.

Þann 12. mars 2016 hélt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) upp á 100 ára afmæli sitt. Tvíeykið Hundur í óskilum setti af því tilefni saman verkalýðskabarett þar sem stiklað var á skemmtilegan hátt á atburðum í sögu verkalýðs­hreyfingarinnar. Viðburðurinn tekur um 40 mínútur.

17:00–17:50 — Stjórnmálabúðir

Mitt Ísland. Hvernig vilt ÞÚ að Ísland líti út árið 2026?

Hraðstefnumót (e. speed-date) með Pírötum

XP – Píratar

Frambjóðendur Pírata, grasrót og gestir og gangandi.

Píratar bjóða gestum og gangandi á hraðstefnumót þar sem rædd verða tiltekin málefni og gestum gefst færi á að segja hvernig sitt drauma-Ísland ætti að líta út. Hvað er gott í samfélaginu í dag og hvað má betur fara? Niðurstöðurnar verða innblástur fyrir grasrót og þingmenn í áframhaldandi vinnu sinni í að bæta íslenskt samfélag. Látum ímyndunaraflið leika lausum hala og verum óhrædd við að tjá okkur.

18:00–19:30 — Salur

Hvernig hálendisþjóðgarð viljum við stofna?

Pallborðsumræður og tónlist

Rödd náttúrunnar

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, nýdoktor í umhverfisheimspeki hjá Heimspekistofnun HÍ og aðjunkt við Listaháskóla Íslands,Steinar Kaldal, verkefnisstjóri hálendisverkefnis Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands,og Edda Ruth Hlín Waage, doktor í landfræði og lektor við Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Andri Snær Magnason, rithöfundur. 

Þjóðgarðar á Íslandi sem og annars staðar í heiminum eru til í mismunandi útfærslum og því geta hugmyndir um tilvist þeirra, náttúruverndar- og nýtingargildi verið ólíkar. Hvernig Hálendisþjóðgarð Íslands viljum við stofna þannig að sem flestir geti verið sáttir og um leið stoltir af stofnun hans fyrir núverandi jafnt sem komandikynslóðir?

Að umræðum loknum mun Ómar Ragnarsson flytja nokkur lög af væntanlegum geisladiski þar sem náttúran leikur stærsta hlutverkið.

Kynningartjald 1

kl. 11:00-18:00 báða dagana

Átak – félag fólks með þroskahömlun

Átak – félag fólks með þroskahömlun verður með viðburði og Stoltgönguna 2016.

Geðhjálp

Geðhjálp kynnir starfsemi sína.

List án landamæra

List án landamæra stendur fyrir viðburðum þar sem listamenn fremja list. Stakir viðburðir kynntir á Facebooksíðunni List án landamæra.

Landssamtökin Þroskahjálp

Landssamtökin Þroskahjálp kynna starfsemi sína.

Með okkar augum

Með okkar augum verða með sínum augum.

Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjabandalag Íslands kynnir starfssemi sína á myndrænan máta.

Kynningartjald 2

kl. 11:00-18:00 báða dagana

ADHD-samtökin

ADHD-samtökin kynna starfsemi sína.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi

Einhverfusamtökin

Einhverfusamtökin kynna starfsemi sína.

Félag Sameinuðu þjóðanna og Junior Chamber International (JCI)

Kynning á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og gestir hvattir til þess að velja sér markmið og hugsa um hvernig það getur tekið þátt í að uppfylla þau. Hægt verður að skrifa markmiðin á spjald og taka mynd fyrir samfélagsmiðla.

Hjartavernd

Þann 29. september ár hvert er haldinn Alþjóðlegur hjartadagur víða um heim. Í tilefni af honum verður haldið Hjartadagshlaup 25. september kl. 10 á Kópavogsvelli og Hjartadagsganga 29. september kl. 17:30 frá gömlu rafstöðinni í Elliðarárdal.

Jákvæðar hugsanir

Jákvæðar hugsanir kynna Facebook-hóp sinn og málefni.

Landvernd

Samtök kvenna af erlendum uppruna

Samtök kvenna af erlendum uppruna kynna starfsemi sína á laugardeginum.

Samtök sykursjúkra

Samtök sykursjúkra kynna starfsemi sína.

Siðmennt

Siðmennt kynnir starfsemi sína.

Sjónarhóll – ráðgjafamiðstöð ses

Sjónarhóll – ráðgjafamiðstöð ses. kynnir starfsemi sína.

Neytendasamtökin

Neytendasamtökin kynna starfsemi sína.

Landssamtök hjólreiðamanna

Kynningartjald 3

kl. 11:00-18:00 báða dagana

Alþjóðleg ungmennaskipti

AFS 

Stjórnarskrárfélagið

Stjórnmálabúðir

kl. 11:00-18:00 báða dagana

XA – Björt framtíð

XB – Framsóknarflokkurinn

XC – Viðreisn

XD – Sjálfstæðisflokkurinn

XE – Íslenska þjóðfylkingin

XH – Húmanistaflokkurinn

XP – Píratar

XR – Alþýðufylkingin

XS – Samfylkingin

XT – Dögun

XV – Vinstrihreyfingin – grænt framboð