Dagskrá

Föstudagur 7. september 2018

(Birt með fyrirvara um breytingar)

Salur

Tímasetning

Heiti viðburðar

Skipuleggjandi

Um viðburðinn

Hamrar 10:00 10:50 Leyfðu þér að fljúga en náðu mjúkri lendingu Háskólinn á Akureyri Olga Ásrún Stefánsdóttir heldur erindi um starfslok.
Hamraborg 10:45 11:45 Verður iðnaðarmaður framtíðarinnar RÓBÓTI? Samiðn Í almennri umræðu er talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin. En hvaða áhrif mun hún hafa t.d. á störf iðnaðarmanna í framtíðinni? Munu róbótar taka yfir störfin að miklu leyti eða munu þeir fyrst og fremst breyta þeim og skapa tækifæri til að gera störfin áhugaverðari?
Til að ræða áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar og hvaða tækifæri hún býður iðnaðarmönnum, mun Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir forstöðumaður viðhaldsþjónustu hjá Veitum vera með framsögu og í pallborði verða fulltrúar frá atvinnulífi, verkmenntaskólum og endurmenntunarstofnunum til að gefa okkur innsýn inn í framtíðina.
Hamrar 11:00 12:00 Sjúkraþjálfarar í heilsugæslu Félag sjúkraþjálfara Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Þóra Elín Einarsdóttir sjúkraþjálfari HSA segja frá tilraunaverkefni með sjúkraþjálfara í heilsugæslu og hvernig aðkoma sjúkraþjálfara hefur bætt þjónustu heilsugæslu HSA og létt á álagi á heilsugæslulækna. Horft er til þessarar starfsemi víða og eru fyrstu heilsugæslustöðvar Reykjavíkur að ráða sjúkraþjálfara í svipuð verkefni á næstunni.
Lundur 11:00 11:30 Ný OECD skýrsla og metoo Norræna félagið
Hamragil 11:45 12:00 Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs kynntar Norðurlönd í fókus Tilkynnt hverjir eru tilnefndir til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, þema ársins er verndun lífsins í hafinu.
Hamragil 12:00 12:30 Setning LÝSA Katrín Jakobsdóttir opnar hátíðina og Ólafur Stefánsson flytur ávarp
Hamraborg 12:30 13:15 Efling trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Forsætisráðuneytið Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum kynnir hér nokkur atriði úr vinnu sinni.
Hamrar 13:00 14:00 Plastmengun – hvað getum við gert? Samfylkingin Umræður um hvað við getum gert hér  á landi sem þjóð og hvert og eitt til að vinna gegn plastmengun.
Dynheimar 13:00 13:45 Krabbameinsfélagið Krabbameinsfélagið Örerindi.
Lundur 13:00 13:30 Jafnlaunavottun Norræna félagið
Hamraborg 13:30 14:30 Þarfar umbætur
innviða í ferðaþjónustu
Arkítektafélag Íslands Verkefnið er samstarf Boris Brorman Jensen
(Tredje Natur), KRADS, Reiulf Ramstad Architects, Susan Carruth og Rasmus Hjortshøj (COAST) um þróunaráætlun fyrir umbætur innviða ferðaþjónustu á Íslandi.
Í fyrstu er markmiðið að undirbúa efni til innblásturs, eins konar “atlas” með tilheyrandi gögnum, skýringarmyndum, sjónarmiðum, kortum og völdum ljósmyndum ásamt arkítektónískum for-rannsóknum og skissutillögum.
Dynheimar 14:00 14:30 Geta hjúkrunarfræðingar pissað standandi? Háskólinn á Akureyri Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir og Gísli Kort Kristófersson: Geta hjúkrunarfræðingar pissað standandi? Eru karlar ómögulegir hjúkrunarfræðingar? Hvað segir sagan og rannsóknarniðurstöður.
Sófaspjall

 

Lundur

14:00

 

14:00

14:30

 

14:30

Tölum saman um jafnrétti

 

Kosningarnar í Svíþjóð

Jafnréttisstofa

 

Norræna félagið

Starfsfólk Jafnréttisstofu býður upp á uppistand og opið spjall um það sem helst brennur á áheyrendum varðandi jafnréttismál.

 

 

Hamrar

14:30 16:00 Samfélagsábyrgð fyrirtækja Festa
Dynheimar 14:30 15:00 Innleiðing fjölskylduhjúkrunar á SAk Háskólinn á Akureyri Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir (HA) og Snæbjörn Ómar Guðjónsson (SAk): Innleiðing fjölskylduhjúkrunar á SAk. Samstarf HA og SAk um að bæta gæði þjónustu spítalans
Hamraborg 14:45 15:45 Ójöfnuður á Norðurlöndum Samfylkingin Umræður um hvað stjórnvöld  geta gert til að auka jöfnuð í samfélaginu, afleiðingar ójöfnuðar og líklegar afleiðingar ef ekki er brugðist við ef ójöfnuður er að aukast.
Lundur 14:45 15:15 Í þágu þolenda Háskólinn á Akureyri Sigrún Sigurðardóttir og Karen Birna Þorvaldsdóttir: Kynning á tilraunaverkefni í þágu þolenda í alvarlegum kynferðisbrotum. Samstarf Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, SAk, HSN og Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri.
Dynheimar 15:15 16:00 Af hverju ættu skapandi fyrirtæki að hafa viðskiptalíkan? Eyþing Kynning á tilgangi og eðli viðskiptalíkana og sérstök yfirferð á Creative Business Model Toolkit sem er hugsað fyrir skapandi hæfileikafólk er hefur hug á að setja fyrirtæki á laggirnar, sem og skapandi frumkvöðla á fyrstu stigum rekstrar. Viðskiptamódelið nýtist einnig reyndara athafnafólki sem ekki hefur bakgrunn í viðskiptafræðum eða stjórnun.
Lundur 15:30 16:00 Þingið til þín Píratar Taktu þátt í gerð þingfrumvarps.
Hamragil 16:00 16:45 Er rithöfundur samfélagsrýnir? Lýsa Höfundarnir Auður Jónsdóttir,
Guðmundur Andri og Hallgrímur Helgason fjalla um hlutverk rithöfunda sem samfélagsrýna.
Hamrar 17:00 19:00 Framtíðin og fjögur ár Akureyrarbær Örfyrirlestrar og samtal við bæjarstjórn Akureyrar
og sveitarstjórnarfólk á Norðausturlandi um næstu fjögur ár.
Hamraborg 18:00 20:00 UseLess Norræna félagið Heimildarmynd um matar- og tískusóun og umræður með framleiðendum myndarinnar.

 

Laugardagur 8. september 2018

(Birt með fyrirvara um breytingar)

 

Salur Tímasetning Heiti viðburðar Skipuleggjandi Um viðburðinn
Dynheimar 10:00 11:00 Tengsl líkamlegrar og andlegrar heilsu og
tengsl áfalla við líkamleg einkenni.
Félag sjúkraþjálfara Fyrirlestrar og umræður um tengsl líkamlegrar og
andlegrar heilsu og tengsl áfalla við líkamleg einkenni.
Lundur 10:00 12:00 Gleymna óskin Ólafur Stefánsson -LÝSA Vinnustofa með Ólafi Stefánssyni þar sem farið er í blöndu af kundalíni, spuna og sagnamennsku, kirtan og hugleiðslu.
Hamraborg 11:00 11:45 Farsæl öldrun þrátt fyrir heilsubrest – er það mögulegt? Farsæl öldrun
Hamrar 12:00 13:00 Aðgerðir í loftslagsmálum: Hlutverk sveitafélaganna Landvernd Hvert er hlutverk sveitarfélaga í loftlagsmálum.
Hamraborg 12:15 13:45 Menntastefna til ársins 2030 LÍS Menntastefna til ársins 2030 verður til umræðu með sérstakri áherslu á háskólastigið. Engin menntastefna er til staðar í íslenskri stjórnsýslu, en mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur staðfest að vinna við skrif slíkrar stefnu til ársins 2030 hefur loksins hafist.
Setberg 12:30 13:00 DíaMat félag um díalektíska efnishyggju
Lundur 12:45 13:15 Framtíðir og nýsköpun Nýsköpunarmiðstöð Íslands Framtíðarfræði er hugtak sem hefur fengið lítið rými í umræðum um nýsköpun hér á landi. Tilhneiging er að ræða um framtíðina í eintölu en ekki í fleirtölu þ.e. framtíðir. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að birtingarform framtíðarinnar getur verið margs konar. Þess vegna þarf hún að vera í sífelldri endurskoðun. Ekki er hægt að fresta framtíðinni hún er alltaf ný, ilmar af tækifærum en ógnar ef hún er misskilinn eða látin eiga sig. Í fyrirlestrinum verður framtíðarfræðin samtvinnuð hugmyndum um nýsköpun á hagnýtan hátt.
Dynheimar 13:00 13:30 Krabbameinsfélagið Örfyrirlestrar
Setberg 13:00 13:45 Leshringur um Marxisma Alþýðufylkingin
Hamrar 13:15 14:30 Betri heimur fyrir alla. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Hér gefst tækifæri til þess að kynnast áætlunum ríkisstjórnarinnar við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem og hvernig markviss innleiðing þeirra á vettvangi ríkis og sveitarfélaga getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan íbúa á öllum æviskeiðum.
Lundur 13:30 14:15 Hvað er hinsegin? Samtökin ’78 Hefuru heyrt um pankynhneigð? Hvað er kynsegin? En þetta hán? Hinsegin regnhlífin er sífellt að stækka og því fylgja allskonar orð sem ekki allir þekkja. Í þessu erindi verður farið yfir helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum, auk yfirlits yfir stöðu hinsegin fólks á Íslandi í dag. Komdu til að fræðast og ræða saman um fjölbreytileika kyns og kynhneigðar!
Hamraborg 14:00 15:30 Hvernig er að vera útlendingur á íslenskum vinnumarkaði? ASÍ
Dynheimar 14:00 14:45 Umræðufundur um lífeyrismál Alþýðufylkingin Umræðufundur um lífeyrismál
Sófaspjall 14:00 14:30 Alsjándi auga Fiskistofu verður með eftirlit á staðnum Fiskistofa Fiskistofa býður þér í samtal
Hamrar 14:45 15:00 Aqua María Bandalag Íslenskra listamanna Gjörningaklúbburinn flytja gjörninginn Aqua María og í kjölfarið býður BÍL til samtals.
Dynheimar 15:00 15:30 Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum frá 2006 Háskólinn á Akureyri Grétar Þór Eyþórsson: Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum frá 2006. Hvað hefur gerst og hvert stefnir?
Lundur 15:00 15:45 Þingið til þín Píratar
Dynheimar 15:30 16:00 Lýðræðishlutverk háskóla Háskólinn á Akureyri Anna Ólafsdóttir og Sigurður Kristinsson: Lýðræðishlutverk háskóla. Spurningarform til að kalla á umræður og samræðu um það hvernig háskóli þjóni lýðræðinu, hvernig starfsemi hans geri það hugsanlega ekki og hvernig háskólar ættu að þróast út frá hugmyndinni um lýðræði
Sófaspjall 16:00 16:30 Stefán Bogi og Jónas Sig LÝSA Stefán Bogi og Jónas Sig ræða vel valin málefni sem þeir eru alls ekki sammála um. Niðurstaðan hlýtur að verða stórkostleg!
Hamragil 16:30 17:00 Uppistand LÝSA Uppistand með Sögu Garðars og Dóra DNA
Hamragil 17:00 18:00 Tónleikar með Jónasi Sig og Diskósúpa LÝSA Tónleikar með Jónasi Sig og Diskósúpa undir stjórn Sögu Garðarsdóttur

Hér er má nálgast dagskrá Fundar fólksins 2017

 

Hér er pdf af dagskrárbæklingnum 2017.