LÝSA 2021

Menningarfélag Akureyrar hefur hug á að halda LÝSU á vordögum 2021. Til þess að hátíð sem þessi festi sig í sessi þarf breitt bakland og í undirbúningi er m.a. samstarf við Samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi.

Það er von aðstandenda LÝSU að hátíðin festi sig í sessi hér á Akureyri.

Gott fólk, fundurinn er að hefjast!

 

Fundur fólksins er merkileg lýðræðishátíð, nú haldin hér á landi í þriðja sinn og því hægt að segja að hún hafi fest sig í sessi.

Almenn þátttaka sem flestra í umræðum um samfélagsleg málefni er mikilvæg forsenda virks lýðræðis. Lýðræði í orði og á borði, þar sem raddir fólks fá að heyrast, þar sem ólík sjónarmið fá notið sín, þar sem allri umræðu er fagnað svo lengi sem hún er málefnaleg og heiðarleg.

Hér verður starfsemi á vegum félagasamtaka, stjórnmálaflokka og stofnana og margvísleg málefni verða krufin til mergjar, samhliða upplýsingagjöf, kynningum og fræðslu um hvaðeina. Stjórnmálamenn munu sitja fyrir svörum og umræður eiga örugglega eftir að vera líflegar og skemmtilegar.

Við skulum ekki gleyma því að þetta er hátíð. Við skulum því leyfa gleðinni að ríkja þótt hér verði fjallað um mikilvæg málefni. Hér kemur fólk saman til að fagna lýðræðinu og halda upp á það í orði og verki auk þess sem hátíðisdagarnir verða kryddaðir með tónlistaratriðum og ýmsum uppákomum.

Ég þakka Almannaheillum – samtökum þriðja geirans og Menningarfélagi Akureyrar fyrir að gera þessa hátíð að veruleika og það er ánægjulegt að hún skuli haldin í höfuðstað Norðurlands að þessu sinni.

Gott fólk, njótum fundarins, fögnum lýðræðinu og tökum virkan þátt í hátíðinni.

 

Góða skemmtun.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

Gleðiefni að fá Fund fólksins til Akureyrar

Almannaheill – Samtök þriðja geirans hafa samið við Menningarfélag Akureyrar um framkvæmd á lýðræðishátíðinni Fundur fólksins sem haldinn verður dagana 8. og 9. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Haldnir hafa verið tveir vel sóttir kynningarfundir um hátíðina annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Akureyri.

 

Fundur fólksins er nú haldinn í þriðja sinn, í fyrri skiptin fór fundurinn fram við Norræna húsið í Reykjavík. Þetta er því í fyrsta sinn sem fundurinn er haldin utan höfuðborgarsvæðisins sem færir hátíðinni frekari sérstöðu og gerir hana líkari sambærilegum hátíðum erlendis s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi.

Á lýðræðishátíðina Fund fólksins mætir fólk sem vill taka þátt í suðupotti þar sem raddir fólksins í landinu heyrast. Félagasamtök um allt land taka þátt í dagskránni sem samanstendur af óformlegum og formlegum fundum, uppákomum, tónlist, gleði og glaumi. Markmið hátíðarinnar er að efla rödd almennings, koma skoðunum á framfæri og ræða málefni samfélagsins. Fundur fólksins er því kjörinn vettvangur fyrir hópa og félagasamtök að standa fyrir málstofum, pallborðsumræðum, kynningum á ákveðnum málefnum, sýna sig og sjá aðra á þeim forsendum að allir skipta máli. Allir geta tekið þátt og hægt er að skrá viðburði á heimasíðu hátíðarinnar fundurfolksins.is

 

,,Það er mikið gleðiefni að fá Fund fólksins til Akureyrar, hér er rík hefð fyrir því að almenningur taki þátt í samfélagsumræðu og fólk hefur sterkar skoðanir á málefnunum. Hátíðin mun gera félagasamtökum auðveldara að ná til félagsmanna utan höfuðborgarsvæðisins og vonandi almennings að ná til ráðmanna og öfugt“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Fundar fólksins.

Velferðarráðuneytið, Almannaheill, Akureyrarbær og Menningarfélag Akureyrar eru styrktaraðilar lýðræðishátíðarinnar.

Á myndinni eru:
Ketill Berg Magnússon, stjórnarformaður Almannaheilla og Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Fundar fólksins.

Dagskrárfundur með þátttakendum

Dagskrárfundur var haldinn með þátttakendum Fundar Fólksins þriðjudaginn 9, ágúst. Góð mæting var á fundinn og stemmning góð meðal gesta. Á fundinum fór Ingibjörg Gréta Gísladóttir, verkefnastjóri yfir fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar, skipulag í tjöldum og fundarherbergjum og gaf dæmi um dagskrá nokkurra þátttakenda.

(meira…)

Aðkoma Almannaheilla samtakanna að FUNDI FÓLKSINS

Ketill Berg Magnússon segir frá aðkomu Almannaheilla að FUNDI FÓLKSINS.

Samtökin eru formlegur framkvæmdaraðili FUNDAR FÓLKSINS árið 2016.

Hugmyndin hafði komið nokkrum sinnum Í stjórn Almannaheilla – samtaka þriðja geirans (meira…)

Ingibjörg Gréta ráðin verkefnastjóri

Ingibjörg Gréta Gísladóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Fundar Fólksins.

Ingibjörg Gréta  hefur langa og víðtæka reynslu af skipulagningu og markaðssetningu viðburða. Hún er eigandi Rigga.is (meira…)

Ráðherra styrkir Fund fólksins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur gert samning við Almannaheill – Samtök þriðja geirans um að veita félaginu fjárstuðning til að standa fyrir lýðræðishátíð að norrænni fyrirmynd (meira…)